Leita í fréttum mbl.is

Sterkt Bretland tilheyrir sterku Evrópusambandi

LondonNokkuð hefur verið rætt um það hvort Bretland yfirgefi Evrópusambandið og er þessi umræða mestmegnis komin frá svokölluð "Baksætisþingmönnum" (enska: backbenchers) í breska Íhaldsflokknum. Það eru þingmenn sem yfirleitt ber ekki mikið á nema þeir efni sjálfir til einhverskonar moldviðris.

Í pistli sem Petros Fassoulas, formaður bresku Evrópusamtaknna er farið yfir ýmis sjónarmið sem komið hafa fram sem mæla með áframhaldandi aðild. Sir Roger Carr, sem er yfirmaður í orkufyrirtækinu Centrica á Bretlandi segir t.d. að ESB sé "stökkpallur" fyrir bresk fyrirtæki, en "ekki eitthvað sem við eigum að hörfa frá."

Richard Branson, einn frægasti kaupslýslumaður Bretland og stofnandi Virgin hljómaplöturisans segir að Bretland myndi verða jaðarríki og myndi tapa þeim möguleika að geta lokkað til sín ný fyrirtæki og skapa störf. Aðildin að innri markaði ESB sé þar lykilatriði.

Þá segir Gerry Grimstone, sem fer fyrir hópi manna sem þekkir vel til fjármálakerfisins í London (City) að það sé nær útilokað að það fyrirkomulag sem nú er við lýði myndi verða áfram ef Bretland yfirgæfi ESB:

"We know that London benefits from attracting firms that want easy access to the Single Market. Those firms arrive here and create jobs across the UK as their operations develop.”

Í lokin segir Petros: "The facts are on the side of the pro-membership camp and so is business, trade unions, academia and Britain’s European and global partners. It is about time Europhobes listen to everyone’s advice and accept that a strong, confident Britain belongs in and stands to benefit from a strong, confident EU."

Í stuttu máli: Rökin eru þeirra megin sem vilja áframhaldandi aðild Bretlands að ESB og það er kominn tími til andstæðingar aðildar sætti sig við að sterkt Bretland tilheyri sterku Evrópusambandi.

Lesa má alla bloggfæsluna hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Adolf Hitler talaði stöðugt um sterkt Bretland.Það var ekki fyrr en eftir þrjá daga og stöðugar viðræður við Frakka, sem sögðu Bretunum það að þeir stæðu við samninginn við Pólverja,að Bretarnir hundskuðust til að lýsa yfir stuðningi við Frakka.En ESB telur nú sem endranær að það sé hægt að ljúga að fólki,Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 13.1.2013 kl. 06:26

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Nei, nei. Í  staðinn fyrir að hóta hervaldi skal nú hótað fátækt.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 13.1.2013 kl. 06:34

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Gömlu miðveldin hafa engu gleynt.Þau eru ríkust og klárust allra þjóða, ásamt norrænu þjóðunum Svíðjóð,Danmörk og Finnlandi.

Sigurgeir Jónsson, 13.1.2013 kl. 06:41

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Danirnir eru í vondum félagsskap.Þeir voru það líka 1809,þegar Nelson heimsótti þá.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 13.1.2013 kl. 06:48

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og borgarstjóri Kaupmannahafnar kom titrandi og skjálfandi til Nelson og bað hann um að skjóta ekki á Kaupmannahöfn.Sem aldrei stóð að sjálfsögði til.Nei viðESB.

Sigurgeir Jónsson, 13.1.2013 kl. 06:55

6 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

http://www.bbc.co.uk/news/world-europe-20999941

Hér segir Nigel Farage allt aðra sögu en ekki víst að Evrópusamtökin vilji sjá þetta því það hentar ekki þeirra lygaáróðri

Marteinn Unnar Heiðarsson, 13.1.2013 kl. 11:50

7 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Rökleysi andstæðinga Evrópusambandsins er augljóst eins og fyrri daginn.

Staðreyndin með Nigel Farage er sú að maðurinn er öfgamaður og sem slíkur er hann gagnlaus með öllu. Maðurinn talar samhengislaust og í samsæriskenningum.

Bretland utan við Evrópusambands yrði valdalaust Bretland. Ásamt því að viðskipti Bretlands mundu dragast saman um marga tugi prósenta. Þau mundu ekki hrynja. Aftur á móti mundi þetta setja af stað nýja kreppu í Bretlandi til lengri tima.

Jón Frímann Jónsson, 13.1.2013 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband