Leita í fréttum mbl.is

Fjárfesting í lamasessi?

Á MBL.is segir: "Aðeins þrjú ríki á evrusvæðinu – Grikkland, Írland og Kýpur – voru með lægra fjárfestingastig en Ísland á árinu 2012.

Miðað við áætlaðar hagtölur fyrir síðasta ár þá verður heildarfjármunamyndun í íslenska hagkerfinu 14,9% sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Það er tæpum fjórum prósentum lægra en að meðaltali hjá þeim 17 ríkjum sem eru í evrópska myntbandalaginu."

Hversvegna skyldi þetta vera? Höft vegna innilokaðs gjaldmiðils?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: K.H.S.

Ef við hefðum verið með evru en ekki krónu síðasta áratuginn hefði ástandið hér á landi verið mun verra en í Grikklandi. Þetta kom fram í máli Þórarins G. Péturssonar aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands í viðtali við Sigurjón Egilsson í umræðuþættinum Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Fullyrðingar ESB- og evrusinna um að ef við hefðum verið með evruna fyrir hrun væri hér gósentíð eru því algjörlega út í bláinn.

Reyndar heyrast þessar fullyrðingar ESB-sinna sjaldnar nú en fyrir fáeinum árum, enda eru margir þeirra sjálfsagt farnir að átta sig á þeim staðreyndum sem aðalhagfræðingur Seðlabankans kynnti í viðtalinu.

Rök hagfræðingsins eru þau að nafnlaun hafi hækkað hér á landi meira en framleiðni og að launakostnaður á framleidda einingu í krónum talið hafi meðal annars fyrir vikið hækkað hlutfallslega meira en þessi kostnaður í nágrannalöndunum. Þetta hefur leitt af sér verðbólgu og ef gengið hefði ekki aðlagast hefði þetta haft í för með sér fjöldagjaldþrot og stórfellt atvinnuleysi, í meira mæli en í Grikklandi, miðað við orð hagfræðingsins, samanber grein hans á visir.is um málið.

Hér skal ekki að sinni lagt mat á fyrirkomulag kjarasamninga hér á landi eða aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum.

Niðurstaðan er hins vegar alveg ótvírætt sú að krónan hefur á síðustu árum komið í veg fyrir stórfellt atvinnuleysi. Að minnsta kosti hefði ástandið verið skelfilegt ef við hefðum verið með evru.

Það er rétt að launþegahreyfingin átti sig á þessu. Góð atvinna er og hefur jú verið ein af meginkröfum launþega. 

Eins og myndin sýnir hefur atvinnuleysi ungs fólks í Evrópu aukist gífurlega á undanförnum árum og er nálægt 50% fyrir fólk á vinnumarkaði sem er 25 ára og yngra á Spáni og í Grikklandi.

K.H.S., 14.1.2013 kl. 09:23

2 Smámynd: K.H.S.

nnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnEf við hefðum verið með evru en ekki krónu síðasta áratuginn hefði ástandið hér á landi verið mun verra en í Grikklandi. Þetta kom fram í máli Þórarins G. Péturssonar aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands í viðtali við Sigurjón Egilsson í umræðuþættinum Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Fullyrðingar ESB- og evrusinna um að ef við hefðum verið með evruna fyrir hrun væri hér gósentíð eru því algjörlega út í bláinn.

Reyndar heyrast þessar fullyrðingar ESB-sinna sjaldnar nú en fyrir fáeinum árum, enda eru margir þeirra sjálfsagt farnir að átta sig á þeim staðreyndum sem aðalhagfræðingur Seðlabankans kynnti í viðtalinu.

Rök hagfræðingsins eru þau að nafnlaun hafi hækkað hér á landi meira en framleiðni og að launakostnaður á framleidda einingu í krónum talið hafi meðal annars fyrir vikið hækkað hlutfallslega meira en þessi kostnaður í nágrannalöndunum. Þetta hefur leitt af sér verðbólgu og ef gengið hefði ekki aðlagast hefði þetta haft í för með sér fjöldagjaldþrot og stórfellt atvinnuleysi, í meira mæli en í Grikklandi, miðað við orð hagfræðingsins, samanber grein hans á visir.is um málið.

Hér skal ekki að sinni lagt mat á fyrirkomulag kjarasamninga hér á landi eða aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum.

Niðurstaðan er hins vegar alveg ótvírætt sú að krónan hefur á síðustu árum komið í veg fyrir stórfellt atvinnuleysi. Að minnsta kosti hefði ástandið verið skelfilegt ef við hefðum verið með evru.

Það er rétt að launþegahreyfingin átti sig á þessu. Góð atvinna er og hefur jú verið ein af meginkröfum launþega. 

Eins og myndin sýnir hefur atvinnuleysi ungs fólks í Evrópu aukist gífurlega á undanförnum árum og er nálægt 50% fyrir fólk á vinnumarkaði sem er 25 ára og yngra á Spáni og í Grikklandi.

K.H.S., 14.1.2013 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband