Leita í fréttum mbl.is

Sérkennilegar hugmyndir

Andstæðingar aðildarviðræðna Íslands við ESB þykjast hafa himin höndum tekið í kjölfar þess að ríkisstjórn Íslands ákvað þann 14.1 2013 að setja ESB-málið í "kosningabúning" eða hæggír.

Í kjölfar þess byrja þær raddir aftur sinn söng að kjósa um aðild að ESB án þess að aðildarsamningur liggi fyrir.

Það verður að segjast ein og er að sú hugmynd er afskaplega heimskuleg, þó ekki sé meira sagt.

Hvernig í ósköpunum á fólk að mynda sér skoðun með ófullkomnum upplýsingum? Sérkennilegt að menn láti sér detta svona vitleysu í hug! 

Einnig eru þeir til sem halda því fram að málið klárist með því að hætta við það. Það er álíka gáfuleg hugmynd.

Málið er aðeins hægt að klára með því að fá samning á borðið og leyfa íslensku þjóðinni að kjósa um hann.

Sennilega eru þessar "raddir" svona lafhræddar við það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband