Leita í fréttum mbl.is

Þortsteinn um (m.a.) höftin og krónuna

Þorsteinn PálssonÞorsteinn Pálsson, fyrrum ráðherra, skrifaði pistil í Fréttablaðið þann 12.1 og byrjaði hann með því að fjalla um gjaldeyrishöftin:

"Ísland er lokað í gildru gjaldeyrishafta. Þjóðarinnar bíður það hlutskipti að hlaupa hring eftir hring; ýmist við að hækka laun eða fella gengi. Hún mun mest nærast á froðu verðbólgunnar því að jarðvegur hennar er nú frjórri en hollari afurða.

Helst má líkja aðstæðum þjóðarinnar við dýr í búri sem bíta í skottið hvert á öðru. Draumur flestra er þó samlíking við fjallgöngumenn á leið á tindinn.

Hugur stjórnmálamanna er í ríkari mæli bundinn við skammtímalausnir en framtíðarsýn. Þar af leiðir að fyrirheitin í aðdraganda kosninganna minna fremur á misjafnlega stór búr en búnað til að ná á tindinn. Allar breytingar lúta síðan tveimur takmörkunum sem styðjast við réttlætiskennd."

Síðan tekur Þorsteinn gjaldmiðilsmálin fyrir: "Draumurinn um að ná á tindinn þýðir að ráðast verður á fjallið. En fjallganga er ekki fyrirhafnarlaus. Verkurinn er sá að í kosningum er ekki til vinsælda fallið að lofa nokkru því sem kostar fyrirhöfn eða erfiði. Meðan stjórnmálaflokkarnir koma sér hjá því að segja satt um fjallgönguna verður heldur engin trúverðug framtíðarsýn af tindinum.

Eigi að takast að tvöfalda útflutning að talsverðum hluta með annars konar starfsemi en auðlindanýtingu þarf margháttaðar kerfisbreytingar. Lækkun skatta dugar ekki alla leið. Hér þarf gjaldmiðil sem er stöðugur og hlutgengur í viðskiptum. Krónan uppfyllir hvorugt skilyrðið og enginn hefur sýnt fram á að unnt sé að breyta því. "


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband