Leita í fréttum mbl.is

Össur: Í samræmi við það sem áður hefur verið reifað

Össur SkarphéðinssonÁ Eyjunni segir: "„Þetta er í samræmi við það sem áður hefur verið reifað að það verði hægt á ferlinu meðan á kosningabaráttunni stendur, og að engar meiriháttar pólitískar ákvarðanir verði teknar, svo sem um sjávarútveg og landbúnað, fyrr en sú ríkisstjórn sem verður til að kosningum loknum tekur sínar ákvarðanir. Hún hefur þá fullt lýðræðislegt svigrúm til að koma sínum áherslum á þessa mikilvægu málaflokka,” sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra að afloknum fundi ríkisstjórnarinnar.

Ríkisstjórnin ákvað í morgun að hægja all verulega á samningaviðræðum við Evrópusambandið. Áfram verður unnið milli Íslands og ESB í þeim 16 köflum, sem búið er að opna. ESB heldur sömuleiðis áfram vinnu við að móta eigin viðbrögð við samningsafstöðu í tveimur köflum, sem Ísland hefur þegar afgreitt frá sér, en hafa ekki verið opnaðir til samninga. Vinna heldur því í raun áfram í 18 köflum, segir Össur.

Össur segir við Eyjuna að það sé bæði skynsamlegt og eðlilegt að hægja á ferlinu á þessum tímapunkti, þegar nýlokið sé miklum kúf í viðræðunum í ríkjaráðstefnunni í desember og fyrir liggi að töluvert sé í land að samningunum ljúki. Makríldeilan og endurskoðun á sjávarútvegsstefnu ESB hafi tafið viðræður í sjó, og heimatilbúin seinkun hafi orðið á landbúnaði."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband