Leita í fréttum mbl.is

Mörður Árnason með samantekt um ESB-málið á Eyjunni

Mörður ÁrnasonMörður Árnason, alþingismaður, skrifar á Eyjunni, góða samantekt um nýjustu snúningana í ESB-málinu og hefst samantektin svona:

"Hvað merkir Evrópuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar? Ósigur Evrópusinna? Uppgjöf Samfylkingarinnar? – einsog ýmsir einlægir Evrópumenn spyrja nú í bloggi og á Snjáldru — ??

Hvorugt. Í yfirlýsingunni felst það eitt að þeir kaflar sem enn á eftir að opna – fyrst og fremst um sjávarútveg og tengd efni – verða ekki opnaðir fyrir kosningar. VG þurfti að hafa þetta á hreinu — sjálfsagt af innanflokksástæðum öðrum þræði — og við í Samfylkingunni vorum tilbúin að lýsa því yfir.

Var líklegt að þessir kaflar yrðu opnaðir fyrir kosningar? Það var auðvitað ekki fræðilega útilokað en þó harla ólíklegt. Annarsvegar vegna þess að það er ekki þægilegt fyrir samningamenn – hvorugumegin við borðið – að vinna undir þeirri pressu sem kosningarnar valda. Hinsvegar vegna þess að í ýmsum ríkjum sambandins er veruleg fýla út í okkur vegna makrílmálsins og ekki skynsamlegt að standa í samningum í því andrúmslofti.

Er komið hlé á viðræðurnar? Hefur þeim kannski verið frestað? Nei, hvorugt. Fulltrúi Stefáns Fuhle stækkunarstjóra í Brussel lýsir því þannig að ekki verði afhent fleiri samningsafstöðuskjöl fyrir kosningar, það er að segja ekki hafnar viðræður um nýja kafla. Vinna í þegar höfnum köflum heldur áfram, en reyndar var ekki von á neinum dramatískum tíðindum af þeim á næstunni – eftir síðustu ráðstefnu þar sem einir sex kaflar voru undir.

Þarf næsta ríkisstjórn að taka sérstaka ákvörðun um að taka aftur til við viðræðurnar? Nei, nema hún kjósi að breyta þeim með einhverjum hætti. Ef hún tekur ekki ákvörðun um að hætta eða fresta, þá halda viðræðurnar áfram. Á því er hinsvegar engin launung að forustumenn Evrópusambandsins fylgjast með tíðindum úr íslenskri pólitík og vita að framhald málsins ræðst af þeirri ríkisstjórn og þeim stjórnarmeirihluta sem við tekur eftir kosningar. Það hefur yfirmaður málsins þeirra megin beinlínis sagt í minni áheyrn, og voru kannski ekki miklar fréttir."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband