Leita í fréttum mbl.is

Ólafur Þ. Stephensen í leiðara: Ekki hlé á aðildarviðræðum

Ólafur StephensenLeiðari Fréttablaðsins, sem Ólafur Þ.Stephensen skrifar, fjallaði þann 15.1 um ESB-málið og hefst hann á þessum orðum:

"Samþykkt ríkisstjórnarinnar í gær, um að hægja á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið, er augljóslega tekin með hagsmuni Vinstri grænna í huga. Flokkurinn treystir sér ekki til að hefja viðræður um erfiðustu málin; landbúnað, sjávarútveg og tengd mál, í aðdraganda kosninga.

Út frá hagsmunum Íslands í aðildarferlinu getur þó vel verið að þetta sé skynsamleg ákvörðun. Veruleg hætta er á að umræðan um samningsafstöðu Íslands í þessum viðkvæmustu málum verði ekki málefnaleg í aðdraganda kosninga og að kosningaveturinn einkennist af upphlaupum og ofurdramatík, sem myndi fremur skaða málstað Íslands í viðræðunum en hitt. Það er skynsamlegra að ræða þau mál við ESB þegar kosningaslagurinn er frá.

Almennt talað er ekki ástæða til að flýta sér um of í viðræðunum. Lengi hefur legið fyrir að tal Samfylkingarfólks um að hægt væri að ljúka þeim fyrir kosningar væri óraunhæft. Þar kemur ýmislegt til. Á löngu tímabili tafði hluti VG, undir forystu Jóns Bjarnasonar, vinnuna í landbúnaðarmálum. Makríldeilan hefur sett strik í reikninginn í sjávarútvegsmálum. Sömuleiðis getur verið ráð að bíða og sjá hvernig gengur að vinna á skulda- og ríkisfjármálavanda ríkja á evrusvæðinu áður en Íslendingar gera upp hug sinn til ESB-aðildar.

Vert er að hafa í huga að með ákvörðun gærdagsins er ekki gert hlé á samningaviðræðunum. Viðræðum um ellefu kafla af 33 í löggjöf ESB er lokið. Í sextán halda viðræður áfram og ekki er líklegt að mikið beri þar í milli. Á heildina litið hafa aðildarviðræðurnar gengið ágætlega."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Kanski hefur þessi guð ESB, Ólafur Þórisson, svo nafn hans sé ritað að íslenskum hætti,dug í sér að segja sannleikan um stöðu ríkisstjórnarinnar,þeirrar ríkisstjórnar sem hann styður vegna þess að hún er ákveðin í því að halda áfram einhverju sem fyrir liggur að íslenska þjóðin hafnar.Í gær kom það fram á Alþingi að bæði Björt framtíð og Hreyfingin, höfnuðu vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar.Það hlýtur þá liggja beint við að borið verður fram vantraust á ríkisstjórnina.Þeim sem höfnuðu ríkisstjórninni í gær er varla stætt á því að styðja hana í dag, nema verða sér til athlægis.ESB ríkisstjórnin er fallin.Hótanir ESB-jóhönnu um að Samfylkingin fari ekki í ríkisstjórn nema ESB skrípaleikurinn haldi áfram er ekki nema til að hlæja að.Í besta falli verður það til að splundra Samfylkingunni.ESB-VG er þegar sprungið í frumeindir vegna svika og lyga.Nei við ESB.  

Sigurgeir Jónsson, 16.1.2013 kl. 00:17

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Evrópuvaktin ætti bara að þora að birta hér leiðara Morgunblaðsins um þessi mál!

Jón Valur Jensson, 16.1.2013 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband