Leita í fréttum mbl.is

Guðmundur Steingrímsson á Smugunni: "Til þess að geta tekið afstöðu, þarf maður samninginn"

Guðmundur SteingrímssonÍ frétt á Smugunni segir: "Guðmundur Steingrímsson þingmaður og frambjóðandi Bjartrar framtíðar er ekki fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum við ESB. ,,Það yrði enn einn sýndarleikurinn, við höfum ekki nægar upplýsingar til að velja fyrr en samningurinn sjálfur er á borðinu. Ég er löngu búinn að missa þolinmæðina gagnvart þessum pólitísku leikjum í þessu máli,“ segir hann.

,,Til þess að geta tekið afstöðu, þarf maður samninginn. Þjóðararatkvæðagreiðsla yrði því enn einn biðleikurinn, líkt og þessi ákvörðun um að hægja á viðræðum er. Sem betur fer er þetta þó bara sýndarleikur, það stóð aldrei til að opna neina nýja kafla fyrir kosningar svo þetta er ekki formlegt hlé og 16 kaflar eru enn opnir,“ segir Guðmundur. ,,Það gagnast engum að leysa upp samninganefndina og glutra niður samböndum. Ég iða í skinninu að taka alvöru umræðu um afhverju við erum að sækja um aðild að ESB, þetta er mikilvægasta mál þjóðarinnar, að koma okkur úr efnahagslegu öngþveiti og bæta lífskjör."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband