Leita í fréttum mbl.is

DV um ESB-málið: Verður að ljúka með efnislegri niðurstöðu

DVReynir Traustason, ritstjóri DV, skrifaði leiðara um ESB-málið þann 16.1 og þar segir:

"Sú ákvörðun ­ríkisstjórnarinnar að hægja á umræðum um aðild að Evrópusambandinu er skynsamleg þegar til þess er litið að allt kjörtímabilið hefur málið verið í eins konar ­limbói. Við erum einfaldlega fallin á tíma. Stöðugar tafir hafa verið vegna andstöðu innan raða stjórnarflokkanna. Á ráðherraferli sínum náði Jón Bjarnason nánast að stöðva viðræðurnar með andófi innan ráðuneyta sinna. Á heildina litið má segja að umsóknarferlið hafi þegar tekið alltof mikla orku og tíma frá þjóðinni. Samningur hefði átt að vera á borðinu nú og þjóðin að kynna sér innihaldið og mynda sér afstöðu.

Í umræðunni um Evrópusambandið ber mikið á mönnum sem vilja beita ofbeldi og stöðva viðræður og kjósa síðan um það hvort viðræðum skuli slitið endanlega. Þessi kostur ætti alls ekki að vera í boði. Það var lýðræðisleg niðurstaða að fara í viðræður við ESB um mögulega aðild. Með því að hætta við án þess að klára samninga yrðu Íslendingar að viðundri á alþjóðavettvangi. Orð skulu standa. Þjóðin lagði upp í vegferð og henni verður að ljúka með efnislegri niðurstöðu en ekki rembingslegum þjóðernissinnuðum dyntum um að ekki megi einu sinni tala saman."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband