16.1.2013 | 16:55
Ísland þarf alvöru gjaldmiðil
Fróðlegt er að fylgjast með samningamálum á vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins segjast ekki geta borgað hærri laun og sé það gert, muni öllum hækkunum verða hleypt út í verðlagið, sem hækki verðbólguna, sem svo hækki allt verðlag í landinu, sem svo hækki öll verðtryggð lán landsmanna, sem er með lán í "haftakrónu"!
Allt þetta leiðir svo til enn lægri kaupmáttar landsmanna.
Menn eru s.s. logandi hræddir og svona hefur þetta verið í gegnum tíðina. Krónan átti að bjarga öllu eftir hrun, en AF HVERJU GETUR HÚN EKKI REDDAÐ ÞESSU ÞÁ?
Vegna þess að hún er ófær um það!
Ísland þarf alvöru gjaldmiðil.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Er ekki rétt að spyrja Grikki hvaða "alvöru" gjaldmiðil íslendingsr eigi að taka upp til að laun hækki.Þarf ekki framleiðsla hvers lands að vera í samræmi við kaupgetu fólks í viðkomandi landi.Þurfa ekki hagfæðingar ESB að fara í sjálfsskoðun.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 16.1.2013 kl. 18:25
Alvöru gjaldmiðill, fyrir það fólk sem vilja njóta gæða Íslands er Íslenskur gjaldmiðill.
Það skiptir engu máli hvað hann heitir en hann verður að vera undir lýðræðislegri Íslenskri stjórn.
Það fólk sem ekki vill skilja þetta og hugnast hvorki þjóð né menning hér norðurfrá, það á að flytja annað og láta Ísland og Íslendinga í friði með sína sérvisku.
Hrólfur Þ Hraundal, 16.1.2013 kl. 21:52
Evran yrði dauðans alvöru gjaldmiðill fyrir Ísland: Við tækjum að okkur 14 ára uppsöfnuð uppblöndunar- mistök heillar álfu, sem endar núna með allsherjar- einveldisstýringu fjármála (ekki aðeins peningamála) algerlega óháð þeim raunveuleika sem við er að glíma á Íslandi hverju sinni.
Eftir að búið er að eiga við 1100 ma. snjóhengjuna með útgreiðslu í krónum og fleiri reglum, þá má athuga með upptöku alþjóðlegs gjaldeyris sem er í takt og sátt við Ísland. Kanadískur dollar er þar fremstur.
En þangað til dugir krónan vel sem stjórntæki til þess að ná fram markmiðum Íslendinga, ekki ESB, IMF eða ECB.
Ívar Pálsson, 16.1.2013 kl. 22:30
Nú kostar evra ca. 172 krónur. Ég hefði helst viljað að evran kostaði yfir 200 krónur árið 2008.
Ég er nýfluttur til Íslands og þarf að gera tekju og kostnaðaráætlanir í því starfi sem ég er í.
Það er ansi erfitt og ég þarf að reikna með plús/mínus 15% mismun í tekjum eftir því hvort að gengið styrkist eða ekki. Það eru 30%.
Fyrst og fremst þurfum við á stöðugum gjaldmiðli að halda. Ef ég vissi fyrir víst hverjar tekjurnar yrðu, þá væri margt auðveldar, t.d. launahækkanir.
En ég fagna því að Evrópuvaktin er að taka krónuna fyrir og ESB.
Nú var ákveðið að hægja á aðildarviðræðum við ESB. Getur verið að krónan muni lækka meira vegna þessarar ákvörðunnar?
Evrópuvaktinn þarf að standa sig betur hvað fjórfrelsið varðar. Einn einstaklingur hefur staðið sig vel og hefur haft áhrif á löggjöf hvað gjaldeyrishöftin og afslátt Seðlabankans á fjárfestingum varðar.
Það væri frábært ef Evrópusamtökin myndu einnig senda umsagnir um löggjöf á Alþingi þegar fjórfrelsið, EES, er í húfi.
Stefán Júlíusson, 17.1.2013 kl. 01:47
Gjaldmiðilsmálin eru í hörmulegu ástandi, en lausnin er ekki sú að gefa algjörlega frá sér sjálfstæðið og skríða ofan í skúffu í Brüssel.
Lausnin er frekar að taka peningaprentunarvaldið (lesist: leyfið til að gefa út endalaust af skuldabréfum sem vísa öll á sömu peningana) af fjármálastofnunum.
Hinsvegar er ekki hægt að stjórna gjaldmiðli, eins og Hrólfur talar um. Allir gjaldmiðlar stýrast af lögmálinu um framboð og eftirspurn. Enginn gjaldmiðill, allra síst krónan, er meira virði gagnvart öðrum gjaldmiðlum, en hæsta boð sem berst í hann.
Theódór Norðkvist, 17.1.2013 kl. 07:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.