Leita í fréttum mbl.is

Össur ræddi við Evrópumálaráðherra Íra,Lucindu Creighton

Í fréttatilkynningu á vef Utanríkisráðuneytisins þann 23.1 segir:

"Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Lucindu Creighton, Evrópumálaráðherra Íra en Írar fara með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins fyrrihluta þessa árs. Þetta er í annað sinn á rúmu ári sem Creighton heimsækir Ísland.

Á fundi sínum ræddu þau helstu áherslur í formennskuáætlun Íra en stækkun ESB er þar á meðal. Þau ræddu stöðuna í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og nýlega samþykkt ríkisstjórnarflokkana um meðferð viðræðnanna fram að kosningum.

Utanríkisráðherra tók upp stöðuna í makrílviðræðum Íslendinga, ESB og Norðmanna og lýsti vonbrigðum með nýlega einhliða ákvörðun hinna tveggja síðarnefndu um makrílkvóta. Lagði hann áherslu á að allir málsaðilar setjist að samningaborði til að finna varanlega lausn sem tryggi sjálfbæra nýtingu stofnsins.

Þá kynnti utanríkisráðherra Creigthon stöðuna í Icesave-dómsmálinu en á mánudag kveður EFTA dómstóllinn upp úrskurð sinn í málinu. Ráðherra sagði mikilvægt að virða niðurstöðu dómsins, hver sem hún yrði, og minnti á að um helmingur allra innistæðna á Icesave-reikningunum hefði nú þegar verið endurgreiddur úr búi Landsbankans."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Í ríkissjónvarpinu í kvöld gaf ESB tónin með að það ætlar ekki að halda viðræðum úm aðild Íslands að ESB áfram fyrr en því hentar.Evrópumálaraðherra Írlands talaði um nauðsyn þess að meta makrílstofninn næsta sumar.Búið er að stærðarmeta stofninn við íslands á hverju ári síðastliðin þrjú ár, en ESB neitar að viðurkenna mælingarnar.Ekki er annað sjáanlegt en að ESB haldi að það geti komist upp með að segja á hverju ári næstu árin "við skulum telja einu sinni en".ESB á að geta avrað því strax hvort meining sé hjá því að opna sjávarútvegskaflann eftir fjóra mánuði eða ekki og ljúka viðræðunum innan árs.Ef svarið er nei ber næstu ríkisstjórn að láta kjósa um hvort viðræðunum skuli haldið áfram ,eða þeim slitið.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 24.1.2013 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband