24.1.2013 | 17:27
Þórður Snær um Ólaf Ragnar og hans þema
Einn af hvassari leiðurum undanfarið er án efa leiðari Fréttablaðsins þann 24.1. Hann skrifar Þórður Snær Júlíusson vegna ummæla þjóðhöfðingja Íslendinga í útlöndum (Davos, Sviss). Þórður skrifar:
"Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er alltaf með þema í gangi. Á fölsku velmegunarárunum var það þjóðrembingslegt liðsinni við útrás sjálftitlaðra viðskiptajöfra. Í kjölfar hrunsins var það andstaða við Icesave. Frá því í forsetakosningunum síðasta sumar hefur þemað að mestu verið Evrópusambandið.
Forsetinn var fenginn til að vera viðstaddur hefðarmannasamkunduna sem nú stendur yfir í Davos í Sviss. Þar veitti hann Bloomberg viðtal og hélt nýjasta þema sínu á lofti. Þar sagði Ólafur Ragnar að það væru "fá lönd í heiminum sem hafa náð viðlíka velgengni og Sviss. Síðan má horfa til Noregs og míns heimalands, Íslands, sem hefur náð sér betur á strik eftir fjármálakrísuna en Evrópa. Þannig að það er erfitt að halda því fram að maður þurfi að vera í ESB til að njóta velgengni".
Í Sviss búa um átta milljónir manna. Landið er, vegna bankaleyndar, eins konar risastór peningaskápur fyrir ríkasta fólk í heimi. Í Sviss eru líka afar lágir skattar. Þess vegna flutti til dæmis Actavis höfuðstöðvar sínar þangað. Fjölmargar, misgeðugar, alþjóðlegar risa-fyrirtækjasamsteypur hafa fengið sömu hugmynd á síðustu áratugum. Á meðal þeirra eru Glencore (stærsti hrávörumiðlari í heimi), Nestlé (eitt stærsta matvælafyrirtæki í heimi) og Hoffmann-La Roche (einn stærsti lyfjaframleiðandi í heimi).
Í Sviss er líka mikil iðnaðarframleiðsla. Meira en sjötíu prósent af útflutningi landsins eru efnavörur, vél- og/eða rafvörur og úr, klukkur eða tengdar afurðir. Þessar vörur eru að langmestu leyti framleiddar í stórum verksmiðjum. Allt ofangreint gerir það að verkum að efnahagur Sviss er mjög sterkur og landið getur því haldið úti sterkum eigin gjaldmiðli."
Um Noreg segir Þórður: "Í Noregi búa rúmlega fimm milljónir manna. Í Noregi er nýrík olíuþjóð með vestræna lifnaðarhætti, og sem slík algjörlega einstakt frávik. Norðmenn hafa líka farið ótrúlega skynsamlega með olíuauð sinn í gegnum hinn svokallaða olíusjóð, sem er reyndar orðinn of stór og farinn að ofhita hagkerfi landsins.
Því er spáð að stærð sjóðsins verði 717 milljarðar dala í lok árs 2014. Það eru um 92.500 milljarðar íslenskra króna. Þar að auki á norska ríkið meiri fjármunaeignir en það skuldar, sem þýðir í raun að það skuldar minna en ekkert. Ísland er hvorki Sviss né Noregur. Hér búa 320 þúsund manns. Íslendingar beittu, fyrstir þjóða í mannkynssögunni, neyðarrétti til að koma í veg fyrir allsherjargjaldþrot eftir hrun bankanna haustið 2008."
Leiðaranum lýkur Þórður svo með þessum orðum: "Síðan þá hefur skuldastaða þjóðarinnar verið, vægast sagt, erfið, gjaldmiðillinn fallið um tæp 50 prósent og gjaldeyrishöft verið við lýði til að hindra að um þúsund milljarðar króna yfirgefi hagkerfið. Fjárfesting er í lágmarki, atvinnuleysi að nokkru leyti falið með sérstökum átaksverkefnum, verðbólga viðvarandi og það eru ágætis líkur á pólitískri kreppu að loknum alþingiskosningum. Hér hefur margt gott verið gert til að halda landinu á floti, og við eigum fína möguleika á því að sigrast á erfiðleikum okkar, en það er fjarstæðukennt að halda því fram að Ísland hafi notið einhverrar sérstakrar velgengni."
Ólafur Ragnar er klókur maður. Hann fær iðulega það sem hann vill og hefur með ótrúlegri kænsku náð að endurvinna sjálfan sig þegar hann er kominn í þrot með fyrri þemu. En oft eru orð hans innihaldslaust og illa rökstutt bull. Viðtal hans við Bloomberg var slíkt."
Þess má svo geta að daginn eftir viðtalið var frétt á Bloomberg þess efnis að hlutbréf í Evrópu hefðu náð sínu hæsta verði í 23 mánuði! Skyldi þetta eitthvað tengjast?
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Þórður Snær er senditík ESB, og ber að taka hann trúanlegan sem slíkan.Jón Ásgeir vinnuveitandi hans býr í London og stundar þar atvinnurekstur.Hans hugur til aðildar Íslnads hefur lengi verið ljós.Hann vill inn, sem eðlilegt er þar sem það auðveldar fjármagnsflutninga frá Íslandi.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 24.1.2013 kl. 20:08
Ekkert bendir til að Jón Ásgeir hafi í hyggju að hefja annan atvinnurekstur á Íslandi en að koma að fjolmiðlum, sem virðist fyrst og fremst hugsað fyrir ESB áróður.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 24.1.2013 kl. 20:10
Jú, þetta er góður pistill og vel skrifaður. Léttleikandi stíll.
þetta með Ísland, Noreg og Sviss og hvernig tvö hin síðastnefndu hafa algjöra sérstöðu ríkjalega séð, þ.e. td. að Sviss erfjármálaríki með eldgamla sögu í því og hefð með þeim afleiðingum er þórður lýsir. Auðugir og stórfyrirtæki sækjast eftir að staðsetja sig þarna og Noregur með sína olíu og ofursjóðinn o.s.frv. - þessi ríki eru í alveg sér stöðu augljóslega.
Í tengslum við aðild Íslands að ESB, að þá skiptir meginn máli langtímasýnin. Með aðild, þá erum við að horfa til lengri tíma. Hvernig viljum við að Ísland þróist o.s.frv. Hvaða stefnu ber að taka etc.
Kalt mat segir manni, að skynsamlegt væri fyrir Ísland að taka stefnuna nú þegar eða sem fyrst á aðild að ESB og gerast þar formlegur og fullgildur aðili. Til lengri tíma litið og miðað við heildarróun heimsmála. Við erum að tala um að heimurinn verður alltaf minni. það er krafa um greiðar samgöngur og samskipti og að mál séu leyst á sameiginlega yfir svæði. Allt miðar að sem mestum og víðtækustum samskiptum.
Í ofannefndri þróun skipta landamæri sí minna máli. það verður sífellt erfiðara og óhagstæðara að vera utan við allt og alla og td. ekki taka þátt sem fullgildur aðili með sínum helstu nágrannaþjóðum. Nema að maður hafi efni á að borga sérstaklega fyrir sérviskuna eins og Norðmenn. þeir reyndar eru trúlega (fullyrði það ekki) með miklu meiri bein tengsl við ESB en Ísland. þeir virðast lobbýja stíft í brussel. Hinn möguleikinn er að gera Ísland að sérstöku fjármálaríki eins og Sviss.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.1.2013 kl. 01:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.