Leita í fréttum mbl.is

Þetta eru höftin sem nei-sinnar segja skapa velferð! Ógn við efnahagslífð segir bankastjóri Arion

EyjanÁ Eyjunni segir í frétt: "„Það er mikil áskorun fyrir bankann að halda í viðskiptavini sem hafa tekjur erlendis.“ Þetta segir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arionbanka í viðtali í nýju tímariti Samtaka atvinnulífsins. „Það eru þó nokkur dæmi um fyrirtæki – stór og smá – sem hafa flutt erlendis eða eru að fara. Einnig höfum við dæmi um stór fyrirtæki sem hefur verið skipt í innlendan og erlendan hluta. Sprotafyrirtæki sem náð hafa fótfestu erlendis flytja viðskipti sín til erlendra banka. Ein versta afleiðing haftanna er að missa verðmæt viðskipti. Gjaldeyrishöftin verða til þess að viðskipti bankanna skreppa saman því þeir geta ekki þjónustað þessi fyrirtæki eða einstaklinga lengur. Framtíð bankanna verður ekki björt nema efnahagslífið dafni vel. Gjaldeyrishöftin eru ógn við efnahagslífið.“

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Í þetta sinn sköpuðust höftin vegna tölvustýrðu gúmmítékka-tölufölsunar EES-ESB-AGS-banka-glæpamafíunnar!

Rétt skal vera rétt!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.2.2013 kl. 21:12

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er ein ESB-icesavelýgin sem Evrópusamtökin éta upp að fólk sem vill ekki inngöngu í ESB sé á móti því að fólk á Íslandi fái að skipta krónum í þann gjaldmiðil sem það kýs.Það vilja að sjálfsögðu allir íslendingar.ESB sinnar og ESB vilja að krónan fái að falla um 50%, sem er það gengi sem ESB skráir hana á.Það væri að sjálfsögðu allt í lagi ef íslenskt efnahagslíf og íslenskur almenningur þyldi það.Arion banki er banki, þar sem eigendurnir eru ýmist kallaðir hrægammar, eða gafnvel af sumum ótýndir fjárglæframenn sem hagnast á neyð annarra.Það er Evrópusamtökunum ekki til sóma að éta upp eftir þeim áróðurinn fyrir því að hrægammarnir fái að flytja gróða sinn af íslenska hruninu úr landi.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 2.2.2013 kl. 22:39

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Meiri lygaþvælan sem rennur frá ykkur INNLIMUNARSINNUM ÞAÐ HEFUR ENGINN ÚR HÓPI HINNA SVOKÖLLUÐU NEI-SINNA SAGT GJALDEYRISHÖFTIN GÓÐ. En það var svosem ekki við öðru að búast úr ykkar hópi þið hafið logið frá upphafi og svosem ekki við því að búast að þið hættið því núna.   En það sem þið ruglist hinsvegar á er að við verjum KRÓNUNA og það sem þið gerið ykkur ekki grein fyrir er að það er EKKERT samasemmerki við krónuna og gjaldeyrishöft, verðtryggingu, kaupmátt og fleira heldur er það efnahagsstjórnuninni að kenna.......

Jóhann Elíasson, 3.2.2013 kl. 15:28

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er álíka munur á því að halda íslensku krónunni stöðugri samanborið við það að halda Evrunni stöðugri eins og munurinn á því að halda annars vegar þriggja tonna trillu og 50 þúsund tonna skipi stöðugum í úfnum sjó. Það er sama hversu fær stjórnandi sá er sem stýrir trillunni hann nær aldrei að halda henni eins stöðurgi og sá sem stýrir 50 þúsund tonna skipinu.

Krónan án hafta stenst ekki meðal stöðutöku. Stór viðskipti breyta gengi krónunnar þegar þau fara fram. Það er þess vegna sem krónan mun alltaf sveiflast mikið og það þrátt fyrir gjaleyrishöft en að sjálsögðu enn meira án gjaleryeyrishafta. Það er þess vegna sem fyrirtki með stærstan hluta viðskipta sinna í erlendum myntum forðst að starfa í umhverfi krónunmnar. Það að starfa í umhverfi krónunnar gerir þeim sjálfum erfitt fyrir með að gera og standa við áætlanir og það geir þeim erfiðara fyrir að fá lán á góðum kjörum.

Það er líka þessi staðreynd sem gerir það að verkum að fjárfestar eru ekki tilbúnir til að lána fé til lengri tíma í íslenskum krónum án eihvrs konar tryggingar gegn verðfalli krónunnar.

Það er því klárt samasemmerki milli krónunnar og gjaleyrishafta og verðtryggingar. Vissulega hjálpar slæm efnahagsstjórn ekki til en meginvandamálið er samt það að starfa í umhverfi örmynntar.

Sigurður M Grétarsson, 4.2.2013 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband