Leita í fréttum mbl.is

Já og Nei gagnvart Krónunni með álíka mikið fylgi. Þórdís Lóa: Krónan er vandamálið

Fréttablaðið birti þann 4.febrúar nýja "Krónukönnun" og kannaði hug landsmanna til gjaldmiðilsins. Þar kemur það fram að rúmlega helmingur landsmanna vill halda í krónuna og eru þeir sem ekki vilja hafa krónu aðeins nokkrum prósentum færri.

Annað sem ritari rak augun í og kemur einnig að gjaldmiðilsmálum var viðtal í Morgunblaðinu fyrir skömmu við Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, sem rekur sex Pizza Hut staði í Finnlandi og einn hérlendis.

Í sérstöku textaboxi sem fylgdi viðtalinu tjáði hún sig um gjaldmiðilsmálin (Krónan er vandamálið) og sagði m.a. þetta um krónuna:

"Við erum í miklu óefni með efnahagsmálin, segir Þórdís Lóa. "Við verðum að horfast í augu við þann vanda sem krónan er. Ég er svo sem ekki endilega að segja að við eigum að taka upp evru. En ég er fylgjandi því að Ísland sé að semja um inngöngu í ESB og ég vil sjá hvernig samningurinn mun líta út sem okkur býðst. Ef hann færir okkur betri efnahagsumgjörð, eigum við að skoða það að ganga í ESB. Ég fæ ekki séð að Danmörk eða Finnland hafi misst sjálfstæði sitt við það að ganga í þetta samfélag. Þessar þjóðir standa vel að vígi í dag.

Það hefur sýnt sig að okkur hefur skort aga í efnahagsstjórn. ESB mun færa okkur stöðugleika í þeim efnum. Hér verða af og til pólitísk eldgos. Það er eðlilegt í nærsamfélagi en þegar kemur að hagkerfinu megum við ekki við því. Við verðum að hafa trausta langtímastefnu. En ég er þó ekki að segja, að ESB sé eina lausnin. Við þurfum að vera reiðubúin að segja nei, ef okkur hugnast ekki samningurinn og þá eigum við að skoða aðra möguleika."

Hún segir það lífsspursmál fyrir heimilin að losna við krónuna: "Verðtryggingin gerir það að verkum að ungt fólk getur lítið sem ekkert greitt niður af húsnæðislánum sínum. Vöruverð hér er hátt m.a. vegna þess að fyrirtækin í landinu verða að hafa borð fyrir báru til að takast á við miklar sveiflur í gengi krónu. Krónan veldur miklum vandræðum. Ef við losnum við hana verður verðtryggingunni kastað út í hafsauga, vöruverð verður lægra og viðskiptalífið verður heilbrigðara."

Þórdís Lóa fékk alþjóðleg verðlaun sem tengjast frumkvöðlastarfsemi árið 2011.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband