Leita í fréttum mbl.is

Árni Páll: Ađild ađ ESB á okkar eigin forsendum!

Eins og fram hefur komiđ í fréttum var Árni Páll Árnason kosinn formađur Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins 2.4.febrúar. Í lokarćđu sinni og ţeirri fyrstu sem nýr formađur kom Árni víđa viđ, en um Evrópumálin sagđi hann međal annars ţetta:

"Einu lausn til frambúđar fyrir Ísland liggi í alţjóđlegu samstarfi. „Hruniđ og Icesavemáliđ stađfesta mikilvćgi ţess ađ viđ skilgreinum rétt hagsmuni Íslands og berjumst fyrir ţeim á evrópskum vettvangi. Viđ viljum ekki verđa ađilar ađ Evrópusambandinu til ađ sitja ţar á forsendum annarra. Viđ viljum verđa fullgildir ađilar ţví viđ trúum ţví ađ íslenskum hagsmunum sé best gćtt međ ţví ađ viđ séum viđ borđiđ ţegar ráđum er ráđiđ.“

„Viđ viljum nefnilega ekki verđa ađilar ađ Evrópusambandinu til ađ fórna hagsmunum ţjóđarinnar og viđ viljum ekki taka upp evrópskar reglur, ef ţćr henta ekki íslenskum ţjóđarhagsmunum. En í evrópsku samstarfi felast tćkifćri til samfélagsbreytinga sem viđ jafnađarmenn skuldum íslenskri ţjóđ. Viđ verđum ađ fá laun í sama gjaldmiđli og viđ skuldum í, eins og fólk naut fyrir réttum 100 árum hér á landi.“
„Ég hef ekki ţreyst á ađ minna á ađ saga íslenskrar krónu er saga skipulegs arđráns á íslensku launafólki. Áriđ 1901 fagnađi verkafólk ţví ađ fá laun í gjaldgengum gjaldmiđli og naut ţess ávinnings í 19 ár, ţar til ađ krónan var aftengd gullfćtinum og hinni dönsku krónu. Í ţessi 19 ár naut íslenskt launafólk semsagt gengistryggđra launa – ég endurtek gengistryggđra launa!! Hver myndi ekki ţiggja ţau kjör í dag? Hver er höfuđkrafa ASÍ í dag? Jú, fast gengi.“ sagđi Árni Páll."
Árni Páll var gestur í Silfri Egils sunnudaginn 3.febrúar.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband