7.2.2013 | 12:44
Hilmar Veigar um gerviveröld gjaldeyrishaftanna
Fjallað er um gjaldeyrishöftin í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti. Þar er rætt við þá Sigstein P. Grétarsson, aðstoðarforstjóra Marels, Jón Sigurðsson, forstjóra Össurar og Hilmar Veigar Pétursson, forstjóra CCP, um áhrif gjaldeyrishaftanna.
Hilmar Veigar segir það mögulegt að reka hagkerfi í höftum til frambúðar, þótt sú framtíðarsýn sé óspennandi. Fyrst og fremst séu það fyrirtæki í alþjóðlegum rekstri sem lenda í vandræðum vegna haftanna.
Ísland er 300 þúsund manna hagkerfi sem notar gjaldmiðil sem heitir ISK. CCP rekur 450 þúsund manna hagkerfi sem notar gjaldmiðil sem heitir ISK. Báðir gjaldmiðlar eru undir gjaldeyrishöftum og ég sé einfaldlega ekki mikinn mun á þeim. Það má því segja að gjaldeyrishöftin skapi ákveðna gerviveröld,
segir Hilmar. Höftin koma sér sérlega illa fyrir CCP í samkeppni um starfsfólk, enda fyrirtækið að keppa við stórfyrirtæki á borð við Google og Facebook."
Fyrir utan þessa gerviveröld er svo raunveruleg veröld, þar sem íslenski gjaldmiðillinn er vart skráður sem slíkur. Nóg að fara til Köben til að komast að því!
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Aftaníossar ESB á Íslandi hafa gengið um og reynt að ljúga því að fólki að Ísland geti tekið upp evru því sem næst í dag.Sem betur fer eru flestir farnir að sjá í gegnum lygarnar,þar með taldir þeir forstjórar sem tilgreindir eru í Fréttablaðinu,þeir Jón Sigurðsson,Sigursteinn P. Grétarsson og Hillmar Veigar Pétursson.Batnandi mönnum er best að lifa.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 7.2.2013 kl. 20:18
Gerviöld gúmmítékka-gjaldmiðla-bankastofnana-embættiskerfis í Evrópu, eru stóra meinið, ásamt allri spillingunni ó-löglegu.
Við Evrópu-alþýðan komumst ekki áfram á betrunarbrautinni, ef við viðurkennum ekki þessa staðreynd. Það á ekki bara við um íslensk stjórnvöld, heldur stjórnvöld allra ríkja Evrópu, og víðar.
Þegar allir hafa viðurkennt þessa bankabrenglunar-staðreynd, þá getum við farið að tala um sameiginlegan gjaldmiðil, en ekki fyrr!
Embættiskerfi Evrópu er allt gegnumsýrt af svikum og bankablekkingum. Útlitið á seðlunum getur ekki breytt þeirri staðreynd, heldur þarf að taka til í stjórnsýslu-dómskerfunum. Þar liggur rót heimsbankaspillta vandans.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.2.2013 kl. 00:00
Auðvita er slæmt að það séu gjaldeyris höft. Ég reyndi að fá 30 punda tjekka til að borga með í Bretlandi en fékk hann ekki vegna hafta. Ég vil samt frekar hafa þessi höft á meðan hér ganga fjárglæframenn á alþjóðavísu sem arðrændu okkur síðustu árin. Vill fólk þetta aftur. Ef einhver vill annað gjaldeyrir þá er hann í raun til boða nú strax hjá Ameríkönum. Engar ESB kvaðir og engin EES lög svo hvar er þessi vilji manna hér.
Ég vil minna menn á Könnun sem ESB gerði á Íslandi í ágúst síðastliðin 2012 en könnunin hljóðaði upp á að 9% landsmanna vildi sterklega gangast undir lög ESB og samtals í þessari könnun voru aðeins 24% sem gátu hugsað á nótum ESB. Hverjir gera þessar kannanir fyrir Samfó.
Valdimar Samúelsson, 8.2.2013 kl. 10:47
Valdimar, hvernig færðu það út að gjaldeyrishöft séu slæm fyrir "fdjárglæframenn"?
http://www.visir.is/hagnast-um-66-prosent-a-kaupum-rikisbrefa-med-aflandskronum/article/2011628557058
http://www.visir.is/fjarfestingarleid-sedlabankans-adeins-fyrir-rika-folkid/article/2013130209412
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/09/27/fa_afslatt_eftir_afskriftir/
Stuðningsmenn hafta verða að gera sér grein fyrir því að þeir eru að styðja áframhaldandi brask með krónuna og á meðan eykst ekki traust hennar eða vegsemd.
Lúðvík Júlíusson, 8.2.2013 kl. 12:23
þó það sé hægt fræðilega og á pappírnum að taka upp dollar einhliða - þá er það ekki raunhæft fyrir Ísland. Og allra, allra síst í þeirri stöðu sem Ísland er þessi misserin.
það væri bókstaflega afar sérstakt, svo ekki sé sterkara að orði kveðið, að taka upp dollar einhliða þegar til boða stendur aðild að EU og upptaka evru.
það að það taki langan tíma að fá evru formlega og algjörlega - þá er bara erfitt að fullyrða um hver sá tímu verður. þarf ekkert endilega að taka svo langan tíma. Líklega þó nokkur ár. En um leið og aðild yrði samþykkt og stefnan tekin á evruna - þá mundi krónan sem slík strax breitast. Hún færi strax að taka mið af evrunni.
En þetta með ,,gerviveröld" innan svæðisins sem notar krónu í höftum bæði á fram og afturfótum - þá er það auðvitað alveg rétt. Mattadorhringavitleysa.
það sem minnst er á, að hvergi sé litið á ísl. krónu sem gjaldmiðil (utan Íslands) þá er það alveg rétt líka - og reyndar finnst mér að sumir íslendingar átti sig tæplega á því. sem er furðulegt miðað við hve algengt er að íslendingar ferðist útum allt.
Svona hefur þetta alltaf verið samt. Eg man alveg eftir í gamla daga þegar maður fór til útlanda sem kallað var. Alveg skrautlegt. Maður þurfti að sækja um með löngum fyrirvara, sækja um aðgang að alvöru gjaldmiðli, og maður fékk ekki einu sinni nema nokkrar danskar krónur beint heldur fékk maður einhverskonar ábyrgðarskírteini barasta frá seðlabanka eða ríkinu og svo þegar maður var kominn út þurfti að skipta þessu í alvöru mynt í bönkum úti sem voru oft bara eitt lítið herbergi í kjallara. þetta var eitthvað að ríkið ábyrgðist að borga viðkomandi banka til baka í gjaldeyri.
Vandamálið á íslandi í kringum gjalmiðilinn var ofsa-þjóðerniskennd. það er td. skrítið, miðað við ruglið á þessari ísl.krónu, að aldrei hafi þróast hreinlega að fólk notaði barasta dönsku krónuna meðfram ísl. krónunni.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.2.2013 kl. 12:47
Ég vissi ekki betur en að þeir sem nýttu sér að braska með gjaldeyrir okkar væru fjárglæframenn. kaupa erlendan gjaldeyri á lágu verði sem heiðarlegt fólk hafði aflað með útflutningi og selt svo þegar verð var hagstætt þeim. Það voru ekki þeir sem öfluðu erlends gjaldeyris. Hversvegna heldur þú að útgerðarfyrirtækin komu ekki með gjaldeyrin inn í landi aftur. Þeir vissu að aðrir myndu braska með hann.
Valdimar Samúelsson, 8.2.2013 kl. 12:52
það er ekki þetta sem er vandamálið. þ.e. að kaupa gjaldeyri til að eiga eða selja. þetta er ekki glæpur í sjálfu sér. þetta er bara frjálsræði sem er í takt við tímana.
Hitt er allt önnur umræða að banka og fjármálastarfsemi nokkurra íslenskra fyrirtækja með Ísland sem heimaríki - það var á sínum tíma orðið allt, allt of stórt fyrir Ísland og þann gjaldmiðil sem kallaður er hér innanlands íslensk króna. Skudbindingarnar í erlendum alvöru gjaldmiðlum voru orðnar svakalegar og í sjálfu sér merkilegt að um 90% landsmanna hafi ekki varað við þessu samfleytt í um 6 ár fyrir 2008. En nei! Enginn varaði við. það fannst öllum þetta bara flott. þeir 2-3 sem vöruðu við Sjöllum og þeirra stefnu gerðu það útfrá öðrum faktorum en heildaráhættu Íslands varðandi skuldbindingar í alvörugjaldmiðlum. það var eins og íslendingar héldu að gjaldeyrir yxi á trjánum niðrí Seðlabanka.
það er þegar gjaldmiðillinn er í höftum sem spillingin og braskið kemur fram í ýmsum myndum. Íslendingar hafa orðið varir við það uppá síðkastið. Fjölmiðlar ættu að fylgja því miklu betur eftir en furðulega hljótt er um þetta brask.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.2.2013 kl. 13:58
Ómar. Það eru að mínu mati í raun bankarnir og hertekin stjórnvöld, sem stýra allri þessari vitleysu (viljandi eða blekkt og þvinguð), sem viðgengst í kringum gjaldeyrisblekkingarnar. Seðlabankar Evrópu eru einungis stjórntæki svikara-auðvaldsins, til arðrána og kúgana.
Mér hefur alla tíð fundist óréttlætanlegt að verðmæti hvers gjaldmiðils skuli ekki hafa sannanleg og raunveruleg verðmæti á bak við sig. Gjaldmiðlar voru fyrst teknir í notkun til að auðvelda vöruskipti raunverulegra verðmæta.
Það er óskiljanlegt að sum fyrirtæki á Íslandi geti notað evrur í sínum rekstri, á meðan önnur fá ekki leyfi til þess! Í þessu hrópandi ranglæti felst glæpsamlega stjórnsýslan á Íslandi. Það geta allir verið sammála um það. Þetta er stjórnsýsluspillingar-mein, sem við þjóðfélagsþegnarnir verðum að leiðrétta.
Í dag eru engin sannanleg raunverðmæti á bak við gjaldmiðla heimsins, heldur einungis innistæðu-fallvölt lottó-verðbréf óheiðarlegra verðbréfa-bankabraskara kauphallanna.
Það er ekki gott að þurfa að búa við misgengi gjaldmiðils-verðbréfabraskara-lottóglæpa-stjórnenda heimsins. Þess vegna finnst mér mikilvægt að allir gjaldmiðlar séu raunverulega þess virði sem þeir eru gefnir út fyrir að vera (með innistæðu í raunverulegum verðmætum), sama hvar í veröldinni þeir eru prentaðir.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.2.2013 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.