Leita í fréttum mbl.is

ESB: Breytingar á fiskveiðistefnu samþykktar

RÚVÁ RÚV segir: "Evrópuþingið í Strassborg samþykkti í dag tillögur um breytingar á fiskveiðistjórnunarstefnu ESB. Meginmarkmið þeirra er að koma í veg fyrir ofveiði og brottkast afla. Vonast er til að breytingarnar verði að lögum á næsta ári að loknum frekari viðræðum við aðildarríki.

Um 75 prósent af fiskistofnun Evrópusambandsins eru ofveiddir enda hafa verndunarsjónarmið sjaldnast ráðið för þegar ráðherraráðið ákveður kvótana. Stofnar þorsks og kola hafa minnkað um 32 prósent frá 1993. Afli í Norðursjónum hefur minnkað frá því að vera 3,5 milljónir tonna árið 1995 í 1,5 milljónir tonna árið 2007. Með samþykkt Evrópuþingsins í dag kann að vera að stórt skref hafi verið tekið til að snúa þessari öfugþróun við."

http://www.ruv.is/frett/breytingartillogur-samthykktar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Á Evrópuþinginu situr öfgafólk í umhverfirvernd sem hefur ekki hugmynd um fiskveiðar né sjálfbærni fiskistofna.Þetta fólk sem kallar sig Græninga berst gegn öllum fiskveiðum,Þetta fólk vill banna trollveiðar og telur íslensku grásleppuna í útrýmingarhættu vegna þess að hún er ekki í kvóta.Fyrir þessu liði fer meðal annarra Eva nokkur Joly sem ESB-aftaníossar á íslandi hafa tekið í dýrlingatölu.Hvalveiðar og selveiðar eru á bannlista þessa fólks.Þetta öfgalið virðist hafa styrkt stöðu sína á Evrópuþiginu.Það er mál til komið að ESB-RÚVIÐ, með silfur-egil í fararbroddi verði knúinn til að ræða við Evu Joly um umhverfismál og það stríð sem hún og félagar hennar í Evrópu standa í gegn sölu á íslenskum fiski og grásleppuhrognum í Evrópu og heiminum öllum.Nei við ESB. 

Sigurgeir Jónsson, 9.2.2013 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband