Leita í fréttum mbl.is

Pawel Bartoszek um næsta fjármálaráðherra í FRBL

Pawel BartoszekPawel Bartoszek er skemmtilegur penni og í Fréttablaðinu þann 8.2 skrifar hann grein sem ber heitið Næsti fjármálaráðherra. Pawel segir í byrjun:

"Ekkert annað embætti í ríkisstjórninni þarf að vera jafnvel mannað á næsta kjörtímabili. Það þarf að vinna að því að á Íslandi verði aftur frjálst og opið hagkerfi, það þarf að hjálpa hluta landsmanna út úr skuldafangelsi og um leið að verjast ýmsum vondum hugmyndum um stórfelldar eignatilfærslur í því skyni. Staðan verður erfið. Góður fjármálaráðherra mun skipta meira máli en góður forsætisráðherra.

Forsætisráðherrann þarf einna helst að sjá til þess að sá sem heldur á tékkheftinu hafi sæmilegan vinnufrið.

„Nú er komið að mér"

Hinn mikla uppgang Póllands eftir 1989 má meðal annars þakka því að jafnvel mestu klikkhausarnir settu konu með viti í fjármálaráðuneytið.

Á Íslandi hefur ekki alltaf tekist jafnvel til."

Í lok greinar sinnar fjallar Pawel um höftin: "Það ríkja gjaldeyrishöft á Íslandi. Genginu er handstýrt til að vernda þá starfsemi sem fyrir er á kostnað þess sem hugsanlega gæti orðið.

Það er ömurlegt viðskiptaumhverfi og fólk mun ekki vilja búa við slíkt. Planið núna virðist vera það að markaðurinn öðlist trú á krónunni, gengi hennar styrkist og þá sé hægt að afnema höftin. Auðvitað er þetta plan ekki að ganga. Gengið er áfram lágt þrátt fyrir að sífellt sé verið sé að herða höftin. En segjum jafnvel að planið gengi allt eftir. Þá býr þetta auðvitað ekki til neina varanlega lausn.

Örgjaldmiðlar eins og íslenska krónan munu aldrei geta varist áföllum öðruvísi en með gjaldeyrishöftum eða hótunum um þau.

Að undanförnu hefur eftirfarandi lína heyrst: „Við sitjum uppi með krónuna, hvort sem okkur líkar það betur eða verr." Að heyra þetta úr munni stjórnmálamanna er rugl. Auðvitað breytist ekkert ef fólk sem getur breytt hlutum nennir því ekki. En ég vil einmitt að næsti fjármálaráðherra verði manneskja sem getur myndað sér eigin skoðun á því hvað sé best fyrir Ísland, óháð hvers kyns kreddum og vangaveltum um hvað öðrum kunni að þykja líklegt til vinsælda.

Næsti fjármálaráðherra þarf að vera þungavigtarmanneskja þegar kemur að fjármálum. Ef Sjálfstæðisflokkurinn telur sig hafa slíka manneskju innan raða frambjóðenda sinna þá á hann að tefla henni fram í kosningabaráttunni. Ef hann telur svo ekki vera þá ætti hann að leita út fyrir raðir væntanlegra þingmanna flokksins."

Bendum einnig á góðan leiðara FRBL Gervilausnir í gerviveröld, sem fjallar um höftin.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Pawel Bartoszek virðist gera sér grein fyrir því að ekkert mun gerast í gjalmiðilsskiptum á Íslandi meðan það situr stjórn í landinu sem lætur ESB draga sig á asnaeyrunum, sem þykist vera í viðræðum við íslendinga um inngöngu en hefur í raun stöðvað viðræðurnar, til að koma í veg fyrir að íslendingar geti fellt inngönguna með því að kjósa um inngöngu, eftir að ESB hefur undirritað eitthvað sem það kallar "samning".Ekkert mun gerast í gjaldmiðilsskiptamálum fyrr en ESB stjórnin íslenska hefur hröklast frá og viðurkennt verði að evra er sá gjaldmiðill sem stendur íslendingum síst til boða.Pawel er Pólverji að ætterni og er kunnugur málum í Póllandi.Hann talar um uppgang í Póllandi.Það gerist þótt Pólland sé ekki með evru og sé ekki á leiðinni að  taka hana upp.Ekki frekar en Svíþjóð eða Danmörk.Kanski mætti athuga hvort Ísland gæti tekið upp pólska gjaldmiðilinn.Pólverjar voru eina þjóðin í Evrópu ásamt Færeyingum sem komu Íslandi til bjargar þegar allt hrundi.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 8.2.2013 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband