Leita í fréttum mbl.is

Nei Evrópa!

Evrópa-myndFramsóknarmenn héldu flokksþing helgina 8-10 febrúar og samkvæmt Morgunblaðinu var "mikil eining" á þinginu.

Allskyns ályktanir voru samþykktar, t.d. að Íslandi væri best borgið utan ESB og að hætta bæri aðildarviðræðum og ekki hefja þær nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Er ekki næsta skref fyrir flokkinn að samþykkja að Ísland segi sigu úr EES og landið verði flutt eins langt frá Evrópu og hægt er?

Kannski ekki nema von að Framsókn sé orðinn þessi harði þjóðernisflokkur, sem virðist alfarið hafna alþjóðahyggju, því þar innanborðs eru núverandi og fyrrverandi formenn Nei-samtaka Íslands, sem og Vigdís Hauksdóttir.

Á þinginu var kosið í æðstu embætti flokksins og þar var meðaltalið um 95% í hvert embætti. Sennilega voru engir auðir eða ógildir seðlar, nema hjá Guðna Ágústssyni, sem reyndi að kjósa sjálfan sig formann!

Þetta minnir á það þegar kosið var í Sovétríkjunum sálugu. Þar var þátttaka yfirleitt ekki minni en 95-100% og stundum fór þátttakan reyndar yfir 100%. Það gerist kannski á næsta flokksþingi Framsóknar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband