Leita í fréttum mbl.is

Umræða á villigötum...bulla bulla bulla - ekki bolla, bolla,bolla!

Um daginn var það rætt í fjölmiðlum að umræða um Evrópumál væri á villigötum. Kannski ekki nema von þegar fólk á borð við Vigdísi Hauksdóttur er að "ræða" þennan málaflokk.

Í viðtali við DV fyrir flokksþing Framsóknarflokksins sagði hún þetta: "Af hverju þurfti að
einkavæða bankana? Vegna þess að það var krafa um það vegna EES."

Okkur hér á ES-blogginu er hinsvegar ekki kunnugt um að einkavæðing íslenska bankakerfisins hafi verið krafa vegna EES. Og því á þessi fullyrðing Vigdísar sér enga stoð í veruleikanum!

Vigdís veit greinilega meira en margur annar um EES-samningin og ýmsar hliðar hans og hér er komin alveg splunkuný söguskýring á einkavæðingu bankanna.

Einkavæðing bankanna var hinsvegar ákveðin af stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokki, stjórn Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar.

Það er mikil ábyrgð fréttamanna að láta fólk komast upp með það gagnrýnislaust að bulla bara um hlutina. Og er þetta reyndar ekki í fyrsta sinn sem þingkonan fer með fleipur í Evrópumálum.

EES-samnigurinn inniheldur hið svokallaða "fjórfrelsi" og eitt af þeim er frjálst flæði fjármagns á milli landa. Það hefur hinsvegar ekkert með einkavæðingu íslensku bankanna að gera, sem Vigdís getur lesið um á krækjunni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband