Leita í fréttum mbl.is

Þegar aðalatriðin gleymast!

Hundrað krónurRitari fylgdist með þjóðmálaumræðunni um helgina og var þar af nógu að taka. Menn voru að ræða vexti, verðbólgu, verðtryggingu, vaxtastig, velferð, launamál og fleira. Það sem hinsvegar er merkilegt við þá umræðu (sem aðallega Sjálfstæðismenna og Framsóknarmenn tóku þátt í) er að menn ræddu þetta fram og til baka án þess að minnast einu orði á hlut gjaldmiðilsins og gjaldeyrishaftanna í þessu.

Í drögum að ályktunum Framsóknarflokksins sem samþykkt voru á flokksþinginu segir t.d. að íslenska krónan eigi að vera framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar (í nálægri framtíð....smá glufa á aðra gjaldmiðla hér) og því sé brýnt að efla umgjörð hennar?

Í drögunum segir: "Hagstjórn þarf að vera ábyrg og ríkisfjármál öguð. Skoða þarf sérstaklega hvernig fjármálakerfið getur unnið með í stað þess að margfalda peningamagn sem leiðir til þenslu. Í því samhengi verði skoðað að fela Seðlabankanum það vald að stýra peningamyndun til þess að tryggja stöðugleika."

Peningamagn og peningamyndun? Er það allt og sumt? Reddast þetta, ef þessu tvennu verður kippt í liðinn? Vert er að minna á að íslenska krónan er gjaldmiðill sem hefur tapa 99,5% af upphaflegu virði sínu!

Hér þarf gjaldmiðil sem réttir við kaupmátt fólks og ekki er hægt að fara með eins og einhverja tusku!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband