Leita í fréttum mbl.is

Samkomulag um fjárlög ESB

MBL2MBL.is sagði frá niðurstöðunni varðandi fjárlög ESB næstu sjö árin, en í fyrsta sinn er um að ræða niðurskurð á þeim:

"Leiðtogar Evrópusambandsins náðu í dag samkomulagi um ramma fyrir fjárlög sambandsins á árunum 2014-2020. BBC segir að samkomulagið feli í sér að útgjöld ESB lækki og verði um 908 milljarðar evra eða um 1% af heildarframleiðslu ESB-ríkjanna.

Samkomulagið náðist eftir maraþonfund í Brussel. Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sagði í dag að það hefði verið þessi virði að bíða eftir þessari niðurstöðu.

Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa þrýst fast á um að útgjöld ESB yrðu lækkuð og hafa í því sambandi bent á að þess sé krafist að ESB-ríkin skeri niður útgjöld heima fyrir.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði að þessi niðurstaða væri „góð fyrir Bretland.“ Hann sagði að í fyrsta skipti hefðu leiðtogar ESB náð samkomulagi um að lækka útgjöld sambandsins, en útgjöldin hefðu frá upphafi sambandsins alltaf hækkað milli ára.

Lönd í sunnanverðri álfunni, m.a. Frakkland og Ítalía, eru andvíg því að skorið verði mikið niður í útgjöldum ESB, en vilja að fjárlögunum verði breytt þannig að meira fé verði notað í fjárfestingar sem taldar eru líklegar til að skapa störf og draga úr atvinnuleysi.

Reynt var að ná samkomulagi um fjárlögin á leiðtogafundi ESB í nóvember en það tókst ekki. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vildi fyrst að framlög aðildarríkjanna yrðu hækkuð um 5%, eða í 1,04 billjónir evra, en Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, lagði til á fundinum í nóvember að framlögin yrðu alls 973 milljarðar evra. Niðurstaðan virðist hafa orðið sú að útgjöldin yrðu nær 900 milljörðum evra, eða um 1% af heildarframleiðslu ESB-ríkjanna."

Samkvæmt þessu eru þjóðarframleiðsla ESB-ríkjanna um 90.000 milljarðar Evra. Til samanburðar er sama tala hér á landi um 10 milljarðar Evra.

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/02/08/utgjold_esb_laekka_milli_ara_2/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þessi frétt um að samkomulag hefði náðst um fjárlög ESB, getur varla talist frétt. Ef ekki hefði náðst samkomulag um fjárlögin væri ESB að sjálfsögðu dautt.Það held ég að engum detti í hug að gerist strax í dag.En þetta er viðlíka frétt og þegar samkomulag náðist um bandarísku fjárlögin.Enþað sem gerðist var einfaldlega það að Þýskaland sýndi enn og aftur að það ræður því sem það vill ráða innan ESB.Berlín er höfuðborg Evrópu.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 11.2.2013 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband