Leita í fréttum mbl.is

Þórður Snær Júlíusson um loforð úr lofti

Þórður Snær JúlíussonBendum fólki á að lesa mjög áhugaverðan leiðara FRBL þann 12.2 eftir Þórð Snæ Júlíusson. Verðtryggingin og loforð flokkanna vegna hennar er umfjöllunarefnið. Leiðarinn hefst svona:

"Framsóknarflokkurinn hélt flokksþing sitt um helgina. Ein þeirra ályktana sem þar voru samþykktar snýst um afnám verðtryggingar. Útfærsla á að vera tilbúin fyrir árslok 2013. Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri hreyfingin – grænt framboð, Björt framtíð, Hægri grænir og Dögun hafa allir sambærilega stefnu, þó að blæbrigðamunur sé á. Enginn þeirra hefur hins vegar sett fram leið til að framkvæma þetta án þess að setja annað hvort ríkissjóð eða lífeyrissjóðakerfið á höfuðið."

Síðan lýkur Þórður umfjöllun sinni með þessum orðum: "Verðtryggð neytendalán eru galin. Ekkert annað land í heiminum byggir útlánakerfi sitt á slíkum. En þau eru til vegna gjaldmiðilsins. Það er ekki hægt að afnema verðtryggingu nema að skipta út krónunni. Það er ekki ein leiðanna. Það er eina leiðin. Annað er innihaldslaust loft. Vonandi mun komandi ríkisstjórn, sama hvaða flokkar það verða sem í henni sitja, bera gæfu til að sjá þetta."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þórður Snær skrifar fyrir Jón Ásgeir.Hann fær borgað fyrir það.Framsóknarflokkurinn er orðinn helsti fjandinn í augum hins nýja og gamla Baugsmiðils.Það hlýtur að teljast Framsóknarflokknum til hróss.Nei við RSB.

Sigurgeir Jónsson, 12.2.2013 kl. 20:48

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Á að vera, Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 12.2.2013 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband