Leita í fréttum mbl.is

ESB og Bandaríkin innleiða samningaviðræður um fríverslun

Barack ObamaÍ ræðu sinni sem kölluð er "The State of the Nation" (Ástand þjóðarinnar) sagði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, að landið myndi hefja fríverslunarviræður við ESB.

Framkvæmdastjórn ESB hefur þegar hafið vinnu vegna málsins, og talið er að viðskipti milli ESB og USA gætu aukist um allt að 20% í báðar áttir, ef samningar takast. Það munar um minna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Bandaríkin þurfa ekki að ganga í ESB til að fá fríverslunarsamning.Ísland þarf þess ekki heldur.Sviss þurfti þess ekki heldur.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 13.2.2013 kl. 17:01

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ræðan heitir reyndar "State of the Union", sem myndi líklega útleggjast á Íslensku sem "Ástands sambandsins".

Bandríkin eru jú sambandsríki.

En þetta eru vissulega bæði stór og ánægjuleg tiðindi, þó að vissulega sé ekki sopið kálið þó að í ausuna sé komið.

Það hve lengi hefur tekið jafnvel að ákveða viðræður gefur vísbendingar um hve langan sjálfar viðræðurnar gætu tekið.

Þegar er sömuleiðis farið að heyrast í ýmsum geirum, s.s. landbúnaði, en það er önnur saga.

En reyndar eru tollar líklega ekki stærstu hindranirnar í viðskiptum Bandaríkjanna og ESB. Það eru mismunandi reglugerðir og kröfur í þeim.

Sjálfsagt verður að einhverju leyti farið í að reyna að samræma þær sömuleiðis, en það gæti orðið erfiðara viðfangsefni.

Ég myndi ekki reikna með að þessu verkefni ljúki í forsetatíð Obama, það er að segja ef því lýkur þá yfirleitt.

En ef það tækist yrði það vissulega framfaraskref fyrir heimsviðskipti

En þetta ætti auðvitað að hvetja Íslendnga til dáða í gerð fríverslunarsamninga.

G. Tómas Gunnarsson, 13.2.2013 kl. 18:54

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Auðvitað mun Ísland sem slíkt aldrei geta gert neinn fríverslunarsamning að gagni. Einfaldlega vegna þess að það eru allt of fáir sem búa hérna auk þess sem það er alltof kostnaðarsamt.

það er eins og fólk sjái ekki þróunina. þróunin er til svæðamyndunnar, ríki saman á svæðum með samstarf sín á milli o.s.frv.

Ísland á heima á svæðinu með EU löndunum sögu-, menningar- og allrahanda lega.

þetta er ekkert flókið neitt.

Hinsvegar tala andstæðingar samvinnu alltaf þannig - eins og þróunin sé ekki svona! þeir tala eins og þróunin sé til einangrunar og afdalamennsku. Tala og tala þannig undir forystu spekinganna í Heimssýn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.2.2013 kl. 19:21

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þeir eru býsna margir sem sínkt og heilagt telja úr möguleikum Íslendinga til alþjóðlegs samstarfs.

Oft á tíðum er það líklega með vilja þessi misserin.

Bara eitt lítið dæmi er að "Sambandið" vonast til þess að ljúka fríverslunarsamningi við Kanada á næstunni.   Það er vonandi að það takist.  Öll fríverslun er af hinu góða.

En fríverslunarsamningur á milli Kanada og 'Islands, í gegnum EFTA, hefur verið í gildi síðan 2009 (samningur var undirritaður 2008).

Sá sem heldur að ekkert sé hægt, gerir yfirleitt ekki margt.

G. Tómas Gunnarsson, 13.2.2013 kl. 19:44

5 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

....það verður mjög spennandi að sjá hvort sambandríkið og ríkjasambandið ná saman um þessi mál. Reyndar hagur beggja að svo verði - og hagur hátt í milljarðs manna. En annars merkilegt hvað menn eru duglegir við útúrsnúninga ogf almennar staðleysur hér í athugasemdakerfinu - enginn hefur talað um að USA ætli að ganga í ESB, æi, reynum að tala eins og skyni gæddar verur hérna!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 14.2.2013 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband