Leita í fréttum mbl.is

Ný skýrsla UTN um utanríkis og alþjóðamál

UtanríkisráðuneytiðUtanríkisráðuneytið (UTN) hefur gerfið út ítarlega skýrslu um utanríkis og alþjóðamál, sem verður rædd á Alþingi í dag, 14.2 og e.t.v. næstu daga.

Um Evrópumálin segir m.a. þetta: "EES-samningurinn veitir aðgang að mikilvægasta markaðsvæði Íslands og er grundvöllur margvíslegra tækifæra á sviði viðskipta, rannsókna, menntunar og menningar. Teikn eru hins vegar á lofti um að þrengja kunni að samningnum og virkni hans því alþjóðasamningum er búinn þröngur rammi innan íslensku stjórnskipunarinnar. Þannig er til að mynda mat sérfræðinga að stjórnarskrá Íslands heimili ekki að Ísland segi sig undir agavald evrópskra eftirlitsstofnana á fjármálamarkaði og íslensk fjármálaþjónusta geti því ekki lengur verið hluti af innri markaði Evrópu.

  • Fast hefur verið haldið á hagsmunum Íslands í aðildarviðræðunum við ESB, vegvísi Alþingis hefur verið fylgt í þaula og einungis lokaáfanginn er framundan. Á síðasta ári voru 12 kaflar opnaðir í viðræðunum og einum kafla lokað. Alls eru viðræður hafnar um 27 samningskafla af þeim 33 sem semja þarf um, eða 4/5 af öllum málaflokkum, en samningsafstaða Íslands hefur verið lögð fram í tveimur köflum til viðbótar. Í samræmi við samkomulag stjórnarflokkanna um breytta meðferð aðildarviðræðnanna verður ekki unnið frekar fram að kosningum við mótun samningsafstöðu Íslands í þeim fjórum köflum sem eftir eru og tengjast sjávarútvegi og landbúnaði. Á næstunni verður kynnt greinargerð um stöðu viðræðnanna við lok kjörtímabilsins."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

...þetta er Mark Wahlberg!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 14.2.2013 kl. 18:28

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ESB maðurinn Össur Skarphéðinsson kom ekki með neinar upplýsingar á Alþingi í dag um hvenær ESB þóknaðist að hefja viðræður um "samning" eða hvenær ESB þóknaðist að leyfa íslendingum að kjósa um slíkan "samning". Ekkert kom heldur fram hjá utanríkiráðherranum um líkur á því að það tækist að "semja".Sem sagt,ráðherrann gat ekki sagt nokkurn skapaðan hlut,annað en að ESB væri leitt á EES og vildi að EES þjóðirnar gengju í ESB.Kúgunar tilburðir ESB við smáþjóðirnar í Evrópu liggja á borðinu.Hitler hefði varla getað gert betur.Nei við ESB. 

Sigurgeir Jónsson, 14.2.2013 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband