Leita í fréttum mbl.is

Ólafur Þ.Stephensen um mótsagnir til hægri....

Ólafur StephensenÓlafur Þ.Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, skrifaði leiðara í kjölfar landsfundar Sjálfstæðisflokksins þann 25.2 og segir þar meðal annars:

"Sjálfstæðisflokkurinn vill stuðla að hagkerfi þar sem verðtryggingin verður óþörf. Það er göfugt markmið. Til marks um að innan flokksins sé meiri skilningur á lögmálum efnahagslífsins en í mörgum öðrum flokkum, er að sjálfstæðismenn telja jafnframt að íslenzka krónan í gjaldeyrishöftum geti „ekki verið framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar ef Íslendingar eiga að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni og afla þjóðinni tekna á heimsmarkaði". Landsfundurinn vill kanna til þrautar alla möguleika í gjaldmiðla- og gengismálum, „þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar".

Þeim mun furðulegra er þá að landsfundurinn skellti dyrunum enn fastar í lás á nærtækasta og raunhæfasta kostinn um upptöku alþjóðlegs gjaldmiðils, aðild að Evrópusambandinu. Samþykktir fundarins um Evrópumálin eru raunar furðulega ofstækiskenndar, til dæmis gerð krafa um að upplýsingaskrifstofu Evrópusambandsins hér landi verði lokað.

Með þessari hörðu afstöðu í Evrópumálunum fækkar Sjálfstæðisflokkurinn annars vegar möguleikum sínum á stjórnarmyndun eftir kosningar og fórnar hins vegar atkvæðum talsverðs hóps kjósenda, sem líklegir eru til að kjósa þá Bjarta framtíð eða Samfylkinguna í staðinn. Þeir flokkar bera nú augljóslega víurnar í miðjufylgið en ýmsar ályktanir sjálfstæðismanna á landsfundinum benda til að þeir hafi lítinn áhuga á því og vilji skilgreina flokkinn þrengra sem þjóðernissinnaðan hægriflokk."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Jón Ásgeir vill ganga í ESB.Ólafur Þ.Stephenssen líka.Hann fær kaupið sitt frá Jóni Ásgeir,.eða réttara sagt hans ektakvinnu.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 26.2.2013 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband