Leita í fréttum mbl.is

Stöðugur gjaldmiðill - raunhæf fyrstu skref - fundur á Sólon 8.mars kl. 12.00

Félag frjálslyndra jafnaðarmanna og Sjálfstæðir evrópumenn boða til hádegisfundar um leiðina út úr núverandi stöðu í peningamálum og að stöðugum framtíðargjaldmiðli.

Stöðugur gjaldmiðill er eitt brýnasta hagsmunamál fyrirtækja og heimila enda forsenda lægri verðbólgu og vaxtakostnaðar. Upptaka evru með aðild að Evrópusambandinu og aðlögun í gegnum ERM II myntsamstarfið er raunhæfasta leiðin til að tryggja þetta markmið til frambúðar. En hvaða skref þarf að stíga nú til að komast út úr núverandi stöðu íslensks hagkerfis og inn í fordyri evrunnar? Er stuðnings að vænta við verkefnið?

Georg Brynjarsson, hagfræðingur hjá Utanríkisráðuneytinu, mun flytja inngangserindi sem lýsir leiðinni og helstu hindrunum á vegferð okkar að stöðugum framtíðargjaldmiðli. Georg er starfsmaður svokallaðs AdHoc starfshóps íslenskra stjórnvalda, evrópska seðlabankans, Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og hefur rannsakað sérstaklega leið ríkja að inngöngu í ERM II og þau skilyrði sem þarf að uppfylla.

Þorsteinn Víglundsson, fulltrúi Sjálfstæðra Evrópumanna og Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir, fulltrúi Félags frjálslyndra jafnaðarmanna bregðast við erindi Georgs og taka svo þátt í pallborði ásamt frummælanda og svara spurningum fundargesta.

Fundurinn, sem er öllum opinn, verður haldinn föstudaginn 8. mars á 2. hæð Kaffi Sólon, Bankastræti og stendur frá kl. 12 til 13:15.
 

Gestir eru hvattir til að mæta tímanlega. Hægt er að kaupa léttan hádegisverð á staðnum.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er mikilvægt að fólk fari að átta sig á AÐAL & auka-atriðunum í þessu máli.

=Að fólk sé ekki bara í öðru hvoru liðinu bara til að vera með eða á móti einhverju.

heldur að fólk viti af hverju við séum að sækja þarna að.

Sjálfsagt er hægt að finna marga galla á ESB samstarfinu en hugsanlega eru KOSTIRNIR fleiri/stærri en gallarnir þegar heildar-hagsmunirnir eru skoðaðir og þegar til lengri tíma er litið.

Jón Þórhallsson, 7.3.2013 kl. 14:19

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ESB áróðurinn heldur áfram.Nú á launaður starfsmaður Evrópska Seðlabankans og framkvæmdastjórnar ESB að flytja fyrirlestur um ávinning íslendinga af því að ganga í ESB.Sjálfsagt reynir hann að ljúga því eð saklausum fundargestum að evran sé innan seilingar,bara ef Ísland gangi í ESB.Þetta eru sömu lygarnar og sagðar voru á vordögum 2009.Þá var sagt að íslendingar gætu kosið um það,í síðasta lagi 2011 hvort íslendingar vildu undirgangast skilmála ESB.Vilhjálmur Þorsteinsson sem kallar sig fjárfestir eins og útrásarvíkingarnir gerðu,einu sinni voru slíkir menn kallaðir braskarar, nú þykir það ekki nógu fínt,mun að sjálfsögðu taka indir lygarnar, hann þarf að komast með gróðann til Evrópu.Nei við ESB. 

Sigurgeir Jónsson, 7.3.2013 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband