Leita í fréttum mbl.is

Dæmi um byggðastuðning í Póllandi

VarsjáRitari heyrði áhugaverða umfjöllun um Pólland og þáttöku landsins í byggðauppbyggingarprógrammi ESB (Regional funds), en landið gekk í ESB árið 2004 og var þá margt mjög vanþróað í byggðamálunum.

Á síðustu fjárlögum ESB fékk landið um 65 milljarða Evra til byggðaþróunar og við samningu nýrra fjárlaga ESB frá 2014-2020 höfðu Pólverjar áhyggjur af því að þeir myndu fá mun minna. En svo varð ekki raunin, heldur fengu þeir aukinn stuðning, eða um 73 milljarða Evra. Þetta samsvarar um 12500 milljörðum íslenskra króna.

Í þessari umfjöllun var rætt við verksmiðjueiganda í A-hluta landsins sem var nýbúinn að kaupa vélar og tæki frá öðrum ESB-ríkjum, með hlutastuðningi ESB. Hann var búinn að stækka verksmiðjuna og ráða 24 nýja starfsmenn vegna aukinna umsvifa. Það var gott í honum hljóðið og sagði hann að án stuðnings ESB hefði hann ekki getað aukið umsvifin, hann hefði geta haldið óbreyttu ástandi.

Þetta er eitt lítið dæmi um byggðastefnu ESB í hnotskurn. Ísland hefur hinsvegar enga byggðastefnu.

Í lok umfjöllunarinnar kom síðan fram að eftir 2020 reikna Pólverjar ekki með eins miklu fjármagni frá ESB, einfaldlega vegna þess að það er búið að byggja gríðarlega mikið upp í landinu, með aðstoð ESB frá inngöngu árið 2004.

Hér má lesa um stuðning ESB við Pólland, en í krafti hans hafa t.d. verið lagði 3700 km af nýjum vegum, en alls var um 25 milljörðum Evra varið í að byggja upp "infrastrúktúr" á árunum 2007-13.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband