Leita í fréttum mbl.is

Yfirgnæfandi meirihluti vill klára aðildarviðræður við ESB

ESB-ISL2Ný könnun sem Capacent gerði fyrir Já-Ísland fyrir skömmu sýnir að Íslendingar vilja klára aðildarviðræðurnar við ESB. Stuðningsmönnum þess að ljúka aðildarviðræðum við ESB fjölgar verulega. Niðurstöðurnar eru þessar:

61% þeirra sem tóku afstöðu vilja klára en 39% slíta.

Þetta er umtalsverð breyting frá því að samskonar könnun var gerð í janúar.

Þá vildu 52% klára viðræður en 48% slíta þeim.

Spurt var: Hvort vilt þú klára aðildarviðræður við ESB eða slíta þeim?

54% sögðust vilja klára, 34,6 vildu slíta og hlutlausir voru 11,5%.

Gallup gerði könnunina fyrir Já Ísland dagana 7. – 15. mars 2013

Svör eftir stuðningsfólki flokkanna sem tók afstöðu
Flokkur

Klára

Slíta

Björt framtíð

91%

9%

Framsóknarflokkur

41%

59%

Samfylking

95%

5%

Sjálfstæðisflokkurinn

33%

67%

Vinstri hreyfingin – grænt framboð

91%

9%


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

glæsilegt

Rafn Guðmundsson, 19.3.2013 kl. 00:01

2 Smámynd: Pétur Harðarson

Það þarf samt að fara að kalla þetta réttu nafni, þ.e. aðlögunarviðræður. Reglur ESB um aðild taka skýrt fram ekki sé hægt að semja um kafla samningsins heldur er eingöngu verið að fara yfir hvernig umsóknarríki komi til með að aðlaga sig að reglum ESB.

http://ec.europa.eu/enlargement/policy/conditions-membership/index_en.htm

Pétur Harðarson, 19.3.2013 kl. 01:28

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rétt hjá þér, Pétur.

Sjálf framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir (27.7. 2011):

"Hugtakið "viðræður" getur verið misvísandi. Inntökuviðræður beinast sérstaklega að (focus on) skilyrðum og tímasetningu á því, að umsóknarríkið taki upp, innfæri og taki í notkun reglur Evrópusambandsins, um 100.000 blaðsíður af þeim. Og þessar reglur [...] eru ekki umsemjanlegar (not negotiable). Fyrir umsóknarríkið er þetta í kjarna sínum mál sem snýst um að samþykkja hvernig og hvenær ESB-reglur og ferli verði tekin upp og innfærð. Fyrir ESB er [hér] mikilvægt að fá tryggingar fyrir dagsetningu og virkni hvers umsóknarríkis í því að innfæra reglurnar." (Sbr. hér ... og tilvísanir þar).

Og tímabundnar undanþágur gagnast okkur ekkert; þær gagnast hins vegar ESB-valdinu til að blekkja nytsama sakleysingja!

Jón Valur Jensson, 19.3.2013 kl. 02:07

4 Smámynd: Pétur Harðarson

Það hlýtur þá að þýða að búið er að gera drög að því hvernig íslenska ríkið ætli að aðlaga sig að reglum ESB. Að minnsta kosti að einhverjum samningsköflum. Er þá ekki eðlileg krafa að almenningur fái að vita hvernig ríkið leggur til aðlögun að ESB? Væri ekki betra að tala um hlutina eins og þeir eru í staðinn fyrir að halda þessum blekkingaleik áfram?

Pétur Harðarson, 19.3.2013 kl. 02:16

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Er þá nokkuð í vegi þess að fá þessa niðurstöðu staðfesta í kosningu meðal þjóðarinnar um áframhald þessa ferlis?

Það hlýtur að vera keppikefli aðildarsinna að samþykktir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks nái fram að ganga og að þjóðin fái að staðfesta áframhald ferlisins!

Öllum hlýtur að vera ljóst að ef niðurstaða slíkrar kosningar yrði í líkingu við þessa skoðanakönnun, er samninganefnd Íslands mun sterkari við samningaborðið.

Gunnar Heiðarsson, 19.3.2013 kl. 06:27

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er sjálfsagt að fara í þjóðaratkvæðsigreiðslu um þetta.

Mér persónulega finnst það peningasóun. Að eyða 300milljónum í þjóðaratkvæðisgreiðslu um það hvort við eigum að fara í þjóðaratkvæðisgreiðslu.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.3.2013 kl. 12:46

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta bull í Andsinnum svokölluðum um ,,að hætta við" hefur alltaf verið nákvæmlega það. Bull.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.3.2013 kl. 13:05

8 Smámynd: Pétur Harðarson

Það er nú líka hægt að á að líta á það þannig að við séum að eyða 300 milljónum til að kjósa um hvort við viljum eyða hundruðum milljóna í botnlausar viðræður.

Pétur Harðarson, 19.3.2013 kl. 13:48

9 Smámynd: Pétur Harðarson

Ómar, þú hljómar eins og Davíð Oddsson. "Þetta er bara bull. Bara bull!" Það er alveg hægt að leggja eitthvað málefnalegra til málanna. Aðildarferlið er í krísu og það þýðir ekkert að loka augunum, hrista hausinn og þylja "þetta er bara bull" fyrir sjálfum sér. Ef það yrðu lögð drög að því hvernig við ætlum að aðlaga okkur reglum ESB sem myndu fá meirihluta kosningu í þjóðaratkvæði þá myndi samningsferlið væntanlega verða markmiðara. Hér heima skiptist allt í já og nei hópa og það er rifist og rifist á meðan Össur fiktar við þumlana á sér í Brüssel.

Það er staðreynd að það er ekki hægt að semja um þessa kafla. Við skulum bara alveg gera okkur grein fyrir því. Þó það verði ekki kosið um áframhald viðræðna þá er lágmark að gera almennilega hvað vakir fyrir mönnum og hvað ESB er að fara fram á. Nú er búið að semja í 4 ár og kominn tími á status check!

Pétur Harðarson, 19.3.2013 kl. 13:56

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er engin krísa nema í málatilbúnaði Andsinna. Sú krísa er sjálfsprottin og geta nefndir aðilar engum um kennt nema sjálfum sér. Ef þeir vilja draga einhvern einn til ábyrðar fyrir krísuna í málatilbúnaði sínum - þá er að horfa uppí Hádegismóa því viðvíkjandi.

Þýðir ekkert fyrir Andsinna að koma núna vælandi og biðja Samvinnusinna að hjálpa sér úr ógöngunum.

þessar aðildarviðræður verða kláraðar. Aðildarsamningur Íslands að Sambandinu uppá borðið - og kosið þar um í þjóðaratkvæðagreiðslu. Tal um eitthvað annað er og hefur alltaf verið bara bull.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.3.2013 kl. 15:04

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú veizt ekkert hvort þær verða kláraðar, Ómar Bjarki heittrúarmaður. Vonandi verður þeim varpað á haugana innan tveggja til þriggja mánaða, þar sem þær eiga heima. Það á ekki að koma til greina að standa í innlimunarviðræðum við fjandsamlegt stórveldi sem hefur beitt sér harkalega gegn okkur í tveimur stórmálum. Hvað er orðið af þjóðerni þínu, drengur?

Jón Valur Jensson, 19.3.2013 kl. 18:19

12 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sleggjan, (sem segist alltaf hefur stafina sína með, sl. eða hvells) ætti að upplýsa okkur fávísa, hvers vegna það mundi kosta 300 millj. að kjósa um um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu sem hægt er að láta fara fram samhliða kosningu til alþingis.   

Benedikt V. Warén, 19.3.2013 kl. 21:03

13 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ómar.  Væri ekki einfaldara að skríða  uppí hjá Dönum og hafa bara heimastjórn eins og Grænlendigar og Færingar hafa það. 

Er það ekki nægjanleg Evróðu nálgun?

Benedikt V. Warén, 19.3.2013 kl. 21:11

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ja, reyndar er eg á því að stærstu mistök Íslands hafi verið að skilja sig frá vinum okkar og frændum þeim dönum. Best og farsælast hefði verið að hafa samninginn sem glæsimennið Hannes Hafstein samdi um þarna rétt eftir 1900. Það hefði verið langbest og verið farsælast fyrir innbyggjara. Tóm vitleysa þetta svokallaða sjálfstæðisbrask enda var það Sjallaelítan sem stóð að því og hafði kjánaþjóðrembing sem undirstöðu.

Það er hinsvegar tómt mál að tala um það núna því íslendingar létu glepjast og stigu sögulegt feilspor. Við megum ekki við meira rugli og því er bráðnauðsynlegt fyrir Ísland að gerast NÚ ÞEGAR aðili að Sambandinu en til vara eins fljótt og kostur er. Við megum ekki við meiri kjánaþjóðrembingi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.3.2013 kl. 22:09

15 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það kostar ekki svona mikið ef þetta er samlhliða Alþingsikosningunum.

Það er samt smá aukakostnaður þrátt fyrir það t.d þarf að telja þessi atkvæði sér.

En mér er í rauninni sama þá að það sé kosið um ESB umsóknina samfara Alþingiskosningunum. Það er meirhluti fyrir umsókninni og með því að staðfesta framhald umsókninnar fram yfir kosningar er bara gott mál.... útaf einangrunarhyggjar munu taka við keflinu hvort sem er.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.3.2013 kl. 22:37

16 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ómar Bjarki.  Ég held barasta að ég fari að finna einhverja styrktaraðila til að kosta þig út á Jótsku heiðarnar, - one way. 

Skil reyndar ekki hvað þú ert að hokra hér og láta allt fara í taugarnar á þér, með Norrænu í túnfætinum. 

PS.  Heldur þú að vetrarfærðin á Fjarðaheiði mundi lagast við að ganga í ESB?

Benedikt V. Warén, 19.3.2013 kl. 22:47

17 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hvellhettan.  Gott að þú ert farinn að tala um umsóknina að ESB og hættur að "kíkja í pakkann".  

Hræddur er ég þó um það, fyrir þína hönd og annarra ESB aðdáenda, að þegar spurt verði um hvort menn vilja halda áfram aðlögunarferlinu inn í ESB, verði svörunin önnur.  Þá verður erfiðara að ljúga því áfram í kjósendur, að eingöngu sé um könnunarviðræður að ræða.

Benedikt V. Warén, 19.3.2013 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband