Leita í fréttum mbl.is

Gunnar Hólmsteinn í MBL: Pakkann skuluð þér ekki sjá

Gunnar Hólmsteinn ÁrsælssonGunnar Hólmsteinn Ársælsson, stjórnarmaður í Evrópusamtökunum, skrifaði grein um Evrópumálin í Morgunblaðið, þann 20.3, undir yfirskriftinni Pakkann skuluð þér ekki sjá! Þar segir meðal annars:

 "Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti á dögunum ályktun þess efnis að klára ekki aðildarviðræðurnar við ESB, heldur að hætt verði við úti í miðri á og kasta nokkur hundruð milljónum og ómældri vinnu tuga, ef ekki hundruða manna út á hafsauga! Eins og það er nú gáfulegt. Er þetta aðhaldið í ríkisfjármálum sem flokkurinn boðar? Rökin fyrir að hætta eru gjarnan þau að þetta sé svo ofboðslega dýrt ferli. Á sama tíma er íslenskt atvinnulíf að borga himinháar upphæðir í vaxtamun miðað við Evrópu, gríðarlegan kostnað vegna landlægrar verðbólgu, gjaldeyrishafta (vegna hruns krónunnar) og svo framvegis. Fjölskyldur sitja einnig uppi með kostnað af þessu, auk alræmdrar verðtryggingar, sem þarf að vera til vegna krónunnar, sem tapað hefur 99,5% af upprunalega verðgildi sínu, m.a. í gegnum gengisfellingar. Í tveimur könnunum sem gerðar voru í mars kom hinsvegar fram að mikill meirihluti íslensku þjóðarinnar vill halda aðildarviðræðum áfram."

Öll greinin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er alveg sama hvort við fáum að kíkja í pakkann en við sem þjóð ásamt stjórnmálamönnum munum aldrei, aldrei komast yfir að skoða þessar 100.000 blaðsíður að lögum sem eru í pakkanum. Við munum aldrei heldur koma til með að hafa neitt að segja innan ESB nema við fáum að tala við veggi ESB. Fyrir utan þetta þá viljum við ekki sjá í pakka kerfis sem gerir ekkert annað en að fara í mál við okkur.

Valdimar Samúelsson, 21.3.2013 kl. 09:10

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sumir eiga mjög bágt..............

Jóhann Elíasson, 21.3.2013 kl. 10:53

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Já finnst þér ekki. Við fáum að sjá það sem er pakkað inn í jólapappír.

Valdimar Samúelsson, 21.3.2013 kl. 11:27

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hér má sjá það sem ESB sjálft segir um innlimunina. http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/20110725_understanding_enlargement_en.pdf

Sem sagt stendur þarna að það sé villandi að tala um samning, aðlögun sé réttara, þar sem einungis sé verið að ræða um tímasetningar á samþykki stjórnvalda á þeim köflum sem verið er að fjalla um upp á 100.000 bls.  Og þar sé ekki um að ræða samninga heldur einhliða upptöku regluverksins.  Þetta gengur ESB sinnum erfiðlega að skilja, eða þeir vilja ekki trúa því að þetta sé svona, og þess vegna er talað um pakka til að kíkja í.  Hann er bara ekki til því miður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2013 kl. 18:31

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gunnar Hólmsteinn ætti að forðast að villa um fyrir fólki með orðum um rýrnun krónunnar frá upphafi hennar. Við mælum velsæld okkar í húsakosti og lífskjörum, ekki í hans villandi niðurreiknun. Eða vill hann heldur taka sér búsetu í þröngum, kolakyntum húsum okkar eins og þau voru fyrir 90 árum, með malargötur alls staðar, síma aðeins á heimilum sæmilega efnaðra og enga ljósvakamiðla?

Og við býttum ekki á sjálfstæði lands fyrir meinta vaxtalækkun, sem hann veifar eins og gulrót fyrir framan asna (þegjandi um, að hér er mun smærri markaður en á meginlandinu). Miklu fremur lærum við aðhald og sparnað og stefnum að sjálfbæru heimilisbókhaldi í stað eilífs trausts á lántökur.

Og af hverju þegir Gunnar um hið hrikalega fullveldisframsal sem fælist í því að bæta ofan á okkur tveimur ráðandi yfir-löggjafarþingum?

Vegna stefnu Dana með hinum illa þokkuðu stöðulögum ritaði Jón forseti eftirfarandi í I. árgang Andvara árið 1874 (hornklofainnskot jvj):

"Um hitt, sem einungis snertir Danmörku, höfum vér aldrei óskað að hafa neitt atkvæði; það eru Danir sjálfir, sem hafa verið að ota að oss þessum málum og bersýnilega til þess að ávinna með því fullkomið yfirvald yfir oss í vorum eiginmálum, því að þá er það eftir þeirra áliti jafnrétti, að þegar vér erum til dæmis 25 sinnum færri en þeir, þá skulum vér hafa einungis eitt atkvæði móti 25 í hverju máli sem er. Þeir [þ.e. Danir] eru íhaldnir [= skaðlausir], þó að þeir gefi oss eitt atkvæði af 25, þótt það sé í þeirra eiginmálum, en vér getum ekki staðizt við að hafa ekki meira en 25. part atkvæða í vorum eiginmálum. Oss finnst því auðsætt, að í þessari grein sé mikill óréttur falinn, er vér ættum sem fyrst að fá rétting á." (Tilvitnun lýkur í JS.)

Sjá menn ekki hliðstæðuna? Evrópubandalags-innlimunarsinnar láta eins og það yrði til góðs fyrir okkur að fá atkvæði um "málefni Evrópu" og að sá mikilvægi ávinningur réttlæti það að gefa þingfulltrúum hinna 27 þjóðanna "hlutdeild í" (reyndar yfirgnæfandi vald yfir) okkar löggjafarmálum, okkar eiginmálum, ef þeim sýnist svo.

En hliðstæðan er reyndar ekki fullkomin, því að í stað þess að eiga 25. hvern þingmann á þingi Dana myndum við eiga 125. hvern þingmann á Esb.þinginu í Strassborg og Brussel og einungis 1/1666 (0,06%) alls atkvæðavægis í hinu volduga ráðherraráði í Brussel - því, sem t.d. fer með virkustu löggjöf um sjávarútvegsmál í Esb. (þ. á m. "regluna" óstöðugu um hlutfallslegan stöðugleika fiskveiða)! – En getum við, eins og Jón forseti orðar það, "staðizt" með því að hafa einungis 1/125 eða 1/1666 atkvæða í okkar eiginmálum? Vitaskuld ekki!

Jón Valur Jensson, 22.3.2013 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband