Leita í fréttum mbl.is

Aðstoðarforstjóri Marels í FRBL: Römm er sú taug

Sigsteinn P. Grétarsson, aðstoðarforstjóri Marels, skrifar áhugaverða grein í FRBL um Evrópumálin og alþjóðleg viðskipti. Hann segir: "Ísland á nú í samningaviðræðum við Evrópusambandið um aðild Íslands að sambandinu. Takist að ná hagstæðum samningum sem tryggja heildarhagsmuni er stigið stórt skref í þá átt að gera mögulegt að taka upp evru, minnka óstöðugleika og koma vaxtastigi nær því sem samkeppnisaðilar búa við. Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir starfsskilyrði og samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja – svo ekki sé talað um hag heimilanna.

Alþjóðleg fyrirtæki með íslenskar rætur, á borð við Marel, byggja tilvist sína, vöxt og þróun á því að geta staðist harða samkeppni á mörkuðum utan Íslands."

Í lokin segir Sigsteinn: "Annar mikilvægur þáttur sem ekki er unnt að horfa fram hjá er sá að alþjóðleg þróun bendir til þess að svæðaskipt samvinna færist í aukana og þjóðir sem eiga landfræðilega og viðskiptalega samleið þjappa sér saman um hagsmuni sína. Þetta gildir um þann heimshluta sem við tilheyrum. Evrópusamstarfið er skýrt dæmi um þetta og einnig viðskiptasamstarfið í Norður-Ameríku milli Kanada, Bandaríkjanna og Mexíkó.

Nýjasti og ef til vill mikilvægasti áfanginn í þessari þróun er nú í bígerð, en Bandaríkin og Evrópusambandið eru að hefja viðræður um víðtæka fríverslun og viðskipti sín í milli.

Að minni hyggju má ekki loka augunum fyrir þessari þróun og ætla að Ísland geti eitt og sér komið ár sinni betur fyrir borð en þau ríki sem velja leið aukinnar samvinnu sín á milli innan ramma samstarfs eins og á sér stað innan ESB."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Er ekki best að senda Sigstein á ESB, og hann komi með "samning" til baka, svo íslendingar geti farið að kjósa um aðild.Sem þeim var lofað 2009 að hægt væri að gera í síðasta lagi 2011.Eða ætlar ESB að meina íslendingum að kjósa um aðild í næstu framtíð.Eftir kosningar verða næstu stjórnvöld að vinda sér í að ljúka þessu máli.Annaðhvort með samningi sem hægt er að kjósa um innan eins árs.Ef ekki fæst samningur verður að kjósa um hvort ekki sé rétt að slíta viðræðunum.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 22.3.2013 kl. 18:17

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Okkur var lofað samningi fyrir nokkrum árum síðan. Ekkert bólar á samningi og bara er búið að loka 11 köflum af 35 sem voru hvort eð er hluti af EES samningnum að mestu leyti. Samtök iðnaðarins vilja ekkert með ESB eða evruna að gera og þjóðin hefur engan áhuga á því að ganga inn. Þessi ESB draumur er löngu hættur að vera draumur, þetta er orðin krónísk þráhyggja. Tími komin til að hætta þessu.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/03/23/meirihlutinn_andvigur_adild_ad_esb/

Eggert Sigurbergsson, 23.3.2013 kl. 03:14

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sigursteinn og þið hér ESB sinnar. Hvernig væri nú að þið hugsuðu skýrt. Ef við göngum í bandalag við Bandaríkin þá komumst við í verslunarsamband við ESB á allra kvaða. við dettum inn í alla þeirra samninga öll NAFTA löndin. Nú er lagið og gleymum ESB ruglinu. Hvaða land annað tekur skatta og setur skyldur á þjóðir sem hafa viðskipti við þá. Já lætur þær gangast undir lög þeirra. Nefnið eitt land.

Valdimar Samúelsson, 23.3.2013 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband