Leita í fréttum mbl.is

Andrés Pétursson í FRBL: Mikilvæg ákvörðun

Andrés PéturssonAndrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, birti stutta og snaggaralega grein í FRBL þann 23.mars og fylgir hún hér á eftir með leyfi höfundar:

"Nýleg skoðanakönnun Capacent Gallup sem sýnir að 61% landsmanna vill klára aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið hefur vakið mikla athygli. Þetta vekur hins vegar spurningar varðandi stuðning við þá stjórnmálaflokka sem vilja slíta aðildarviðræðunum.

Bæði Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkurinn hafa samþykkt á landsfundum sínum að hætta beri þessum viðræðum. Formaður Nei-samtakanna, Ásmundur Einar Daðason, er þingmaður Framsóknarflokksins og Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er varaformaður sömu samtaka. Fleiri áhrifamenn í þessum báðum flokkum eins og Guðni Ágústsson, Pétur H. Blöndal, Frosti Sigurjónsson og Styrmir Gunnarsson eiga sæti í stjórn Nei-sinna og hafa barist með oddi og egg gegn aðildarviðræðunum.

Sjálfstæðisflokkurinn tók þetta síðan skrefinu lengra og samþykkti að loka ætti Evrópustofu. Að vísu hafa bæði formaður og varaformaður flokksins lýst því yfir að sú samþykkt hafi verið óheppileg.

Ef landsmönnum er alvara að við eigum að klára aðildarviðræðurnar þá hljóta menn að setja spurningarmerki við stuðning við þessa stjórnmálaflokka. Finnst fólki það til dæmis líklegt að hugsanleg stjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks myndi veita aðildarviðræðum öfluga pólitíska forystu! Ég leyfi mér að efast um það jafnvel þótt þjóðin væri búin að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu að halda ferlinu áfram.

Ég skora því á þá landsmenn sem vilja halda viðræðunum áfram að hugsa sig vandlega um þegar þeir gera upp hug sinn í kjörklefanum í komandi alþingiskosningum."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og hver eru svo rökin fyrir áframhaldandi INNLIMUNARVIÐRÆÐUM????

Jóhann Elíasson, 23.3.2013 kl. 11:47

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Spurningarnar þyrftu að vera ;” Vilt þú að við opnum og innleiðum þá kafla sem eftir er að innleiða þar með talda þá stærstu> sjávarútvegskaflann og landbúnaðar?? Við þekkjum klækina, Þá munu aðildarsinnar og ESB,dæla restinni af IP styrkjum,sem fátækir launamenn í Evrópu fjármagna, inn í landið og kaupa menn. Taktfast eins og útrásargengið sem stjórnar.

Helga Kristjánsdóttir, 23.3.2013 kl. 19:06

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gleymdi því ég er að gera allt í einu, Þá verður sagt við erum hvort sem er búin að innleiða allar reglugerðirnar og ekki sæmandi að gabba sambandið svona,það sem hefur verið kallað bjölluat hér á netinu.

Helga Kristjánsdóttir, 23.3.2013 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband