Leita í fréttum mbl.is

Benedikt Jóhannesson rýnir í stöðu Sjálfstæðisflokksins

Benedikt JóhannessonBenedikt Jóhannesson, formaður Sjálfstæðra Evrópumanna, skrifar mjög áhugaverða pistla á vefsvæðið www.heimur.is og þar er nú nýr pistill, þar sem Benedikt rýnir í stöðuna hjá Sjálfstæðisflokknum. Hann kemur m.a. inn á Evrópumálin og segir m.a.:

"Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í febrúar síðastliðnum samþykkti flokkurinn að öll lög skyldu vera í samræmi við kristin gildi. Ég var ekki í salnum þegar þetta var samþykkt og kann ekki að segja frá því hver aðdragandi þess var. Þetta var seinna dregið til baka, en skaðinn var skeður.

Tveir af reyndustu mönnum í flokknum báru fram tillöguna um afskipti sendiherra Evrópusambandsins af innanríkismálum og lokun Evrópustofu. Ég held að þeir hafi báðir fengið frelsisverðlaun Heimdallar. Þessi hluti samþykktarinnar um utanríkismál var örugglega enn skaðlegri en það að vilja hætta aðildarviðræðunum. Almenningur sér flokk sem óttast umræður og vill ritskoðun. Það sést á þeim fjölda sem flykkt hefur sér um Framsóknarflokkinn, vissulega einnig að tilstuðlan Morgunblaðsins, en ólíklegt er að Evrópusinnar séu margir í þeim hópi."
Og um eina af ástæðum fylgishruns Sjálfstæðisflokksins segir Benedikt:
"Kjósendur telja að hið raunverulega vald liggi ekki hjá flokksforystunni. Morgunblaðið er haldið þráhyggju um Evrópusambandið og skrifar um það hvern leiðarann á fætur öðrum, þegar af nógu er að taka í afleitri stjórnarstefnu undanfarinna ára. Þegar blaðið ákvað að breyta um ritstjórnarstefnu missti það um fjórðung lesenda. Engin ástæða er til þess að ætla að hún höfði frekar til kjósenda en lesenda."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: K.H.S.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik Framsókn eftir að stjórn þeirra hélt velli eftir næstsíðustu kosningar og myndaði stjórn með erkióvininum að undirlagi Þorgerðar Katrínar og annarra laumusamverja innan flokksins. Þar fór sem fór Geir var fíflaður og síðar þakkað með ævarandi sakamannsneglingu á spjald sögunnar. Nú treystum við ekki Bjarna fyrir málum, eftir margan vingulinn og hrukkum einnig í kút, er Hanna Birna fór að vola utan í Samspillinguna með að Landsfundur hafi farið offari. Sannir Sjálfstæðismenn kjósa Framsókn nú, meðan þaðan er helst að vænta að stefnumálum flokksins sé fylgt.

Bjarni gerði í buxurnar í Stjórnlagaráðsmálinu á ógleimanlegan asna og aulahátt. Hann færði Jóhönnu pálmann í hendurnar með að hvetja til þáttöku í atkvæðagreiðslunni. Eyðilagí þar með mótmæli þeirra Sjálfstæðismanna og annarra sem  ákváðu að taka ekki þátt og kjósa ekki.

Taka ekki þátt í ólöglegu athæfi.

Þessi aðkoma Bjarna að þessu máli færði minnihluta er kaus í kosningunum  kórónuna. Þau sem mest fengu í sitt glundur þá, segja  þá sem ekki tóku þátt, tapsára aula. Þetta vopn færði Bjarni þeim og verður ævarandi blettur á hans ferli. Verði það mikið  lengra.

það má segja að Bjarni hafi verið helsti stuðningsmaður Jóhönnu stjórnarinnar með aulahætti og gróðaferli.

K.H.S., 3.4.2013 kl. 11:23

2 Smámynd: K.H.S.

Við færum okkur tímabundið yfir á Framsókn þar sem við treystum ekki forystunni í ESB málum. Bjarni og Illugi eru báðir ESB sinnar og Hanna Birna sem var eina vonin fór að draga í land með að loka ESB áróðurssetrinu. Það fyllti mælinn.

Bjarni klikkaði í Icesave og Stjórnlagaráðsruglinu.

Ný forusta fyrir þarnæstu kosningar og aldrei að vita nema við komim tilbaka. Samfylkingamerðirnir reyna að snúa þessu á haus og njóta til þess aðstoðar RUV DV og Kærujónssneplanna allra.

Það mætti benda Benedict flokksandremmu á að ef Davíð sneri til baka næði flokkurinn einn og sér meirihluta.

K.H.S., 3.4.2013 kl. 11:28

3 Smámynd: K.H.S.

Þessi maður er svo langt frá  Sjálfstæðisflokknum að líta má á hann sem innanmein, ef hann framkvæmir af fávísi, eða hefndarverkamann, ef gert er af hyggjuviti. Hann á ekkert sannmerkt með sönnum Sjálfstæðismönnum. Mesta lagi áhangandi og aulatrýni verstu mistaka í sögu flokksins. Þau svíða nú.

K.H.S., 3.4.2013 kl. 12:53

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Benedikt: "... en skaðinn var skeður."

Hvað er svona skaðlegt við kristin gildi?

"Tveir af reyndustu mönnum í flokknum báru fram tillöguna um afskipti sendiherra Evrópusambandsins af innanríkismálum og lokun Evrópustofu. Ég held að þeir hafi báðir fengið frelsisverðlaun Heimdallar. Þessi hluti samþykktarinnar um utanríkismál var örugglega enn skaðlegri en það að vilja hætta aðildarviðræðunum."

Jæja, skaðlegri fyrir hvern? Evrópusambandið og handbendi þess íslenzk og ekki sízt fyrir þá sem gera sér rökstuddar vonir um embætti í Brussel.

Og svo segir Benedikt í beinu framhaldi: "Almenningur sér flokk sem óttast umræður og vill ritskoðun." -- Non sequitur eða á íslenzku: Þetta er ekki rökrétt ályktun af framangreindu. Andstaða Tómasar Inga Olrich (o.fl.) við brot á Vínarsáttmálanum um skyldur sendiherra er ekki dæmi um, að hann óttist umræður -- af hverju væri hann þá að skrifa um málið í Mbl.? -- eða vilji "ritskoðun", eða hefur Benedikt einhver rök fyrir því?

Og 230 milljóna áróðursapparat stórveldis, sem mælir eindregið með því að fá að innbyrða 1 stk. lýðveldi, á vitaskuld ekki að njóta neins umburðarlyndis hjá því sama lýðveldi, nema þá í augum manna sem bera enga virðingu fyrir fullveldi eigin ríkis.

Það eina jákvæða í þessu skrifi B.J., sem hér birtist, er að hann bendir á, að Morgunblaðið skrifar "hvern leiðarann á fætur öðrum" um Evrópusambandið, því að fólk ætti einmitt að lesa þá afar fróðlegu leiðara, svo magnað vel rökstudda, að vitaskuld fer um menn eins og Benedikt Jóhannesson, Guðbjörn Guðbjörnsson (nú í ESB-vænu Lýðræðisvaktinni hans ESB-Þorvaldar) og þá Stephensen-feðga úr Hádegismóum.

Jón Valur Jensson, 4.4.2013 kl. 03:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband