Leita í fréttum mbl.is

Össur: Klárum samningana

Össur SkarphéðinssonÖssur Skarðhéðinsson, utanríkisráðherra, skrifaði grein FRBL þann 26.4 um ESB-málið og segir þar meðal annars:

"Mestu skiptir að okkur hefur tekist að skapa góðan skilning á sérstöðu Íslands, ekki síst varðandi sjávarútveg, landbúnað og aðra mikilvæga þætti. Það kom t.d. fram á nýlegum fundi mínum með Stefan Fule, stækkunarstjóra sambandsins, sem lýsti fullum skilningi á mikilvægri kröfu Íslendinga um bann við innflutningi á lifandi dýrum. Framkvæmdastjóri orkumála, Oettinger, lýsti sömuleiðis yfir í tilkynningu eftir okkar fund að Íslendingar myndu halda bæði eignarhaldi og fullu forræði yfir orkulindum sínum. Fyrir liggur að reglur ESB tryggja að Íslendingar halda rétti sínum sem þeir hafa gagnvart fiskistofnum í hafi."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Össur og aðildarferlið er á leið á öskuhauga sögunnar.

Eggert Sigurbergsson, 26.4.2013 kl. 19:29

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Össur mun aldrei klára neinar viðræður við ESB vegna þess að ESB mun ekki hafa neinn áhuga á að ljúka þeim með því að ESB umsókn Íslands verður felld af íslensku þjóðinni.Ef ekki tekst að klára viðræðurnar innan árs verður að klára þær með því að slíta þeim .Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 26.4.2013 kl. 23:19

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

auðvitað þarf að klára þessa samninga - skoðun es og sj er ekki skoðun þjóðarinnar

Rafn Guðmundsson, 26.4.2013 kl. 23:52

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Össur er eins og skælandi smákrakki á koppnum sem ekki getur talað og sagt mömmu ESB að hann sé búinn. Hann lærir ekki að tala úr þessu. Hann verður skeindur ærlega á morgun og ESB fær ekki að ættleiða hann.

FORNLEIFUR, 27.4.2013 kl. 01:00

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já, sumum finnst að það eigi að "klára" AÐLÖGUNARVIÐRÆÐURNAR, þið INNLIMUNARSINNAR virðist ekki gera ykkur grein fyrir þessu frekar en mörgu öðru.......

Jóhann Elíasson, 27.4.2013 kl. 07:11

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Össur umboðslausi getur ekki klárað aðlögunina nema gefa eftir í öllu því sem máli skiptir fyrir Ísland. Hann má ekki fá tækifæri til þess.

Ívar Pálsson, 27.4.2013 kl. 10:38

7 Smámynd: Elle_

Draga ætti manninn fyrir dóm fyrir blekkingar og lygar í embætti.  Það hlýtur að verða eitt af verkum næstum stjórnar.

Elle_, 27.4.2013 kl. 12:08

8 Smámynd: Rafn Guðmundsson

jóhann og ívar - þið eruð að misskilja þetta - þetta eru samningaviðræður og össur hefur fullt umboð til að semja. allavega í dag.

Rafn Guðmundsson, 27.4.2013 kl. 14:23

9 Smámynd: Elle_

Hann er ekki í 'samninga'viðræðum um neitt, Rafn.  Það eru blekkingarnar og lygin sem hann hefur verið að segja ykkur.

Elle_, 27.4.2013 kl. 15:44

10 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Aðlögunarferlið er botnfrosið enda engar valdheimildir til frekari aðlögunar. Meirihlutaálit utanríkismálanefndar sem spyrt var við þingsályktunina heimilar ekki þær breytingar sem nauðsynlegar eru til að sambandið loki flestum köflum sem eftir eru og eru fyrir utan EES samninginn.

Nánast útilokað að næsta þing veiti þær valdheimildir sem þarf og því er aðlögunarferlið dautt.

Þegar búið verður að veita almenningi hlutlægar upplýsingar um að svokallaðar "samningaviðræður" eru hreint og klárt aðlögunarferli með upptöku á öllu regluverki sambandsins er engin von til þess að þjóðin samþykki áframhaldandi upptöku regluverks Evrópusambandsins.

GAME OVER fyrir innlimunarsinna!

Eggert Sigurbergsson, 27.4.2013 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband