Leita í fréttum mbl.is

Hvorki geta né vilji? Gunnar Hólmsteinn skrifar í DV

Gunnar Hólmsteinn ÁrsælssonGunnar Hólmsteinn Ársælsson, stjórnarmaður í Evrópusamtökunum, skrifaði grein í DV þann 14.6 um Evrópumálin. Greinin birtist hér með leyfi höfundar.

Hvorki geta né vilji?

Það hlýtur að teljast merkilegt að á sama tíma og forseti lýðveldsins síðastliðinn 17 ár, segir okkur í setningarræðu Alþingis að Evrópusambandið virðist hvorki hafa getu né vilja til þess að semja við Ísland á næstu árum, þá e...r einmitt þetta sama Evrópusamband nýbúið að semja um aðild við Króatíu. Land sem er 13 sinnum fjölmennara en Ísland. Þessir samningar fóru fram á sama tíma og Evrópa og ESB gengu í gegnum mjög erfiða tíma og gera enn, ásamt fjölda annarra ríkja heimsins. Þetta að sjálfsögðu í kjölfar þeirra kreppu sem skall á heimsbyggðinni árið 2008.

ESB gat samið við Króatíu!

Samningarnir við Króatíu voru þó ekki án hindrana, m.a. vegna deilna um landssvæði við grannríkið Slóveníu. En það tókst að semja og ná niðurstöðu um það mál. Saga samningaviðræðna ESB við aðildarríki er nefnilega þannig að ekki er skrifað undir samning nema að búið sé að ganga frá öllum vandamálum og hindrunum, t.d. í formi sérlausna, sem væntanlegt aðildarríki sættir sig eða ESB gengur að. Það eru nefnilega tveir aðilar við samningaborðið.
 
Það er greinilegt að ESB hafði bæði getu og vilja til þess að klára samingana við Króatíu, sem verður 28. aðildarríki ESB. Eftir yfirlýsingar forsetans hefur Brussel staðfest að ESB hefur sama vilja og áður til þess að semja við Ísland. Yfirlýsing forsetans er því í meira lagi sérkennileg.

Útlitið á ESB?


Annað sem gjarnan er sagt um þessar mundir og kemur aðallega úr munni nýs forsætisráðherra er að ,,enginn viti hvernig Evrópusambandið muni líta út.“ Þetta eru önnur sérkennileg rök fyrir að hætta viðræðum við sambandið. Á móti mætti spyrja hvort menn hafi vitað hvernig ESB myndi líta út þegar átta lönd fyrrum A-Evrópu höfðu sótt um aðild (í kjölfarið hruns kommúnismans) ásamt Möltu og Kýpur? Öll þessi lönd, 10 að tölu gengu í sambandið árið 2004 og svo bættust Rúmenía og Búlgaría við árið 2007. Er ekki eðlilegt að álykta að menn hafi gjörsamlega verið eins og risastór spurningamerki í sambandi við ,,útlitið“ á ESB eftir þessa fjölgun aðildarríkja? Þetta er mjög léttvæg röksemdarfærsla sem notuð er til þess að gera ESB tortryggilegt.

Hvernig mun Ísland líta út?

Ef til vill er mun eðlilegra að spyrja í framhaldi af yfirlýsingum forsætisráðherra: Hvernig mun Ísland líta út á næstu árum? Verða áfram gjaldeyrishöft sem hneppa efnhagslífið eins einskonar vistarband? Verður áfram verðtrygging, verðbólga, óstöðugleiki? Mun álverum fjölga? Verður virkjað meira? Verða umhverfismálin skúffumál? Alls ekki er ólíklegt að allt þetta verði sú framtíð sem blasir við Íslendingum á næstu misserum.

Nýr utanríkisráðherra sagði skömmu eftir að ný stjórn tók við að nú væri tími til kominn að líta í raun til allra átta nema suðurs. Þetta skilst þannig að nú væri Evrópa út úr myndinni. Þangað sem 70-80% af útflutningi okkar fara og þar sem okkar traustustu markaðir eru. Þetta eru ,,áhugaverð“ skilaboð til samstarfsríkja okkar í Evrópu.
 

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ESB var síðast í gær að hóta íslendingum viðskiptaþvingunum.Sýnir það vilja til að fá Ísland í ESB.ESB hefur ekki svarað því hvort það sé tilbúið til að setjast að samningaborði um sjávatútvegsmálin í ESB umsókn Íslands.Þegar ESB hefur neitað því, sem það gerir í raun nú með hótunum sínum, er að sjálfsögðu hægt að líta svo á að ESB hafi slitið viðræðunum og óþarfi að setja það í þjóðaratkvæði hvort þeim skuli haldið áfram.

Sigurgeir Jónsson, 14.6.2013 kl. 19:51

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og að sjálfsögðu á að bjóða Rússum að koma að loftrýmigæslu Íslands, rétt eins og Svíum og Finnum sem ekki eru í Nató.Ef Nató þjóðirnar þola það ekki , eða Svíar og Finnar á, að hætta þessu loftrýmisrugli.ESB ræður ekki yfir Íslandi, þótt ísland eigi góð viðskipti við ESB, sem eru báðum til hagsbóta.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 14.6.2013 kl. 19:56

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Best er að sjálfsögðu að ESB lýsi því yfir ef, því sýnist svo að Ísland hafi slitið viðræðunum.Það er engin ástæða fyrir ísland að lýsa því yfir, eignöngu til að gera ESB það til geðs.Ef ESB neitar að fara að ræða sjávarútvegskaflann, eiga Íslendingar að sjálfsögðu að halda sig heima, það er engin ástæða að fara til Brussel fyrr en sjávarútvegsmálin verða rædd.Oft er best að gera ekki neitt.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 14.6.2013 kl. 20:03

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Tyrkirnir hafa ekki en lýst því yfir að þeir hafi slitið viðræðunum.Kanski er hægt að læra eitthvað af þeim.En þeir hafa ekki sést lengi í Brussel.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 14.6.2013 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband