23.10.2008 | 13:09
Leiðari Viðskiptablaðsins; Þjóð á tímamótum
Viðskiptablaðið í dag er með stórgóðan leiðara, sem við fengum leyfi til að birta hér á síðunni okkar;
Óhætt er að segja að við Íslendingar höfum ekki sóst eftir stöðugleika til þessa, hvorki sem einstaklingar né hagkerfi. Að hluta til höfum við tekið alþjóðavæðingunni opnum örmum og gerst djarfir fram úr hófi með skuldsetningu einstaklinga og fyrirtækja. Líklega stafar það af bjartsýni þjóðar sem taldi sig hafa svo margt fram að færa og fátt að læra. Í nýjum heimi þyrfti nýtt fólk og nýja hugsun. Nú þurfum við að endurskoða þetta mat okkar og finna aftur takt í tilveruna, bæði sem einstaklingar og þjóð. Margt af þessu mun nýtast okkur síðar og hugsanlega mun breytingin hafa jákvæð áhrif á gildismat okkar sem hafði augljóslega truflast á þeim uppgangs- og velgengnistímum sem þjóðin hefur lifað undanfarin ár. Án þess þó að það væri innistæða fyrir því. Það breytir ekki þeirri staðreynd að fram undan eru sársaukafullir tímar sem kosta mun þjóðina mikla orku að vinna sig út úr. Í Viðskiptablaðinu í gær var greint frá því að erlendir ferðamenn undruðust þá bjartsýni sem þeir fyndu meðal þjóðarinnar þrátt fyrir þá erfiðleika sem dunið hafa yfir. Vonandi er það vísbending um getu þjóðarinnar til að taka þessum áföllum.
Á næstunni þurfum við að ýta undir jákvæð viðhorf, frumkvæði, þátttöku og aðlögunarhæfni starfsfólks og starfshópa gagnvart þeim breytingum sem fram undan eru. Löggjafinn þarf að taka til hendinni og breyta ýmsum lögum sem hafa áhrif á réttarstöðu fólks í greiðsluerfiðleikum, svo sem lögum um gjaldþrotaskipti. Gera má ráð fyrir að gjaldþrot ríði yfir marga á næstunni og það er fráleitt að halda fólki lengi í gíslingu gjaldþrots þar sem það er hundelt af gömlum kröfum. Rétt er að horfa til ástæðna þrotsins og færa þeim skjótt bú sitt aftur sem hrekjast í þrot vegna þeirra erfiðleika sem nú ríða yfir. Óskar Halldórsson "Íslandsbersi" varð gjaldþrota þrisvar á sínum skrautlega ferli. Hann kom alltaf aftur og borgaði áfallnar skuldir frá fyrra gjaldþroti. Enginn ætlast til að menn geri slíkt í dag en þó má vera að við verðum að taka á móti einni gjaldþrotahrinunni enn í Íslandssögunni og það ekki í síðasta sinn.
Engum dylst að trúverðugleiki íslensks hagkerfis, og þá um leið þjóðarinnar, hefur beðið alvarlegan hnekki. Með réttu eða röngu sitjum við uppi með slæmt orðspor. Næstu ár munu fara í að reyna að endurheimta traust á Íslandi og bæta ímynd landsins. Margt bendir til þess að við verðum að fá aðstoð erlendis frá til að endurheimta tiltrú á íslensku þjóðfélagi. Þar hljótum við fyrst að stoppa við frændur okkar á Norðurlöndum sem hafa greinilega ekki yfirgefið okkur á þessum þrautatímum. Sömuleiðis er brýnt að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn komi sem fyrst að málum. Með aðkomu hans fæst trúverðugleiki um leið og alþjóðahagkerfið fær skilaboð um hve alvarlegt ástandið er. Mestu skiptir þó að samstarfsaðilar okkar erlendis og viðskiptavinir íslenskra fyrirtækja fái trú á að einhver aðgerðaáætlun sé komin í framkvæmd. Í framhaldinu blasir við að sækja um aðild að Evrópusambandinu og komast í myntsamstarf við það. Það er sú framtíðarsýn sem bíður að loknum aðgerðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að tryggja stöðugleika í íslensku hagkerfi. Eftir þrautagöngu undanfarinna vikna mun íslenskt þjóðfélag líta öðrum augum þær lausnir sem færa okkur stöðugleika þó að ákveðnu frelsi verði fórnað um leið. Eins og málin hafa æxlast undanfarið væri það framför.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.