Leita í fréttum mbl.is

Hagsmunasamtök öryrkja funduðu um ESB

Magnús NorðdahlÖryrkjabandalag Íslands og Þroskhjálp heldu fund um Evrópumál á Grand Hótel fimmtudaginn 18.mars.  Var fundurinn liður í fundaröð félaganna um ýmis hagsmunamál. Nú var s.s. komið að málefnum ESB. Þrír frummælendur voru auglýstir, Magnús Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, Guðrún Guðmundsdóttir , framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands og Hjörtur Guðmundsson, stjórnarmaður í Heimssýn. Hann boðaði hinsvegar forföll á síðustu stundu. Einnig voru fulltrúar stjórnmálaflokkanna á fundinum, allir nema Árni Johnsen, Sjálsftæðisflokki, sem forfallaðist. Burtséð frá þessu var vel mætt á fundinn.

Fundurinn var áhugaverður en niðurstaða hans var kannski sú að margt má bæta hér á landi í sambandi við mál öryrkja og fatlaðra. Magnús Norðdahl komst m.a. að þeirri niðurstöðu að sá samtakamáttur sem er að finna í þessum málaflokkum innan ESB, gæti komið öryrkjum og fötluðum hér á landi til góða. Guðrún fór yfir ýmis lagaleg og réttindaleg málefni og sagði m.a. að Ísland gæti staðið sig betur í að framfylgja ýmsum hlutum sem koma öryrkjum og fötluðum til góða. Hún benti meðal annars á að aðild að ESB gæfi mikla möguleika til rannsókna á þeim sviðum sem tengjast málefnum öryrkja og fatlaðra. 

Að loknum framsögum var svo opnað fyrir fyrirspurnir og pallborðsumræður.

Í pallborðsumræðum sagði Kolbrún Stefánsdóttir, fulltrúi Frjálslynda flokksins, og stjórnarmaður í Heimssýn, að hún ,,væri bara á móti ESB” á sagði m.a. að frjálst flæði vinnuafls hefði stuðlað að færri atvinnutækifærum fyrir fatlaða! Ekki birti hún tölur eða önnur gögn máli sínu til stuðnings. Þá virtist hún ekki vera með það á hreinu hvaða Norðurlönd væru í ESB.

Siv Friðleifsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins sagðist vilja hefja aðildarviðræður við ESB og lagði mikla áherslu á alþjóðlegt samstarf og að Ísland væri eðlilegur hluti af því samstarfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Ósköp eru það fátækleg rök á móti Kolbrúnu að segja að hún sé "ekki vera með það á hreinu hvaða Norðurlönd væru í ESB"!     Það er harla ólíklegt að hún viti ekki að einungis Noregur og Ísland eru utan þessara samtaka (auk Færeyja Grænlands og e.t.v. Álandseyja sem þá eru laustengd gegnum Danmörku og Finland!     Þetta er bara sagt til að gera manneskjuna ótrúverðuga!

Það er vafalaust að okkur vantar margt upp á að hafa sömu kjör og öryrkjar/fatlaðir á hinum Norðurlöndunum og jafnvel í Bretlandi (fá til dæmis meðul fyrir brot af þvi sem öryrkjar hér þurfa að borga) en í Suður Evrópu er ástandið miklu lakara en hér!     Og satt að segja er alls ekki farið illa með öryrkja hér eftir minni reynslu - það þarf ekki að rannsaka það!    Hins vegar er margt fólk ótrúlega kröfuhart og vanþakklátt.

 Ragnar Eiríksson

Ragnar Eiríksson, 19.3.2009 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband