Leita í fréttum mbl.is

Seðlabanki Evrópu: Engin hraðleið að Evru

Skýrsla IMF sem mælir með fljótri evruuupptöku ESB-ríkja utan evrusvæðisins, sem leið út úr efnahagslegum ógöngum hefur vakið töluverða athygli á Íslandi. Nokkrir aðilar á hafa tekið þessu sem svo að þetta opni leið fyrir Ísland til að taka upp evru einhliða. Það er mikill misskilningur.

Þetta á fyrst og fremst við aðildarlönd ESB sem eru að bíða eftir því að fá samþykki að taka upp evruna. Því var slengt fram í einhverjum fjölmiðlum að mælt væri með einhliða upptöku, á meðan kjarni málsins var sá að mælt var með evruupptöku sem efnahagsmeðali, jafnvel þó það væri gert án án formlegrar aðildar að evrusvæðinu.

Hinsvegar er það ljóst að það er pressa á ESB að slaka á Maastricht-skilyrðunum eða koma á einhvern hátt til móts við ESB-ríki sem vilja fljótt inn í evru. En það er dæmigert fyrir suma stjórnmálamenn að þeir stökkva á þetta sem einhverja opnun fyrir Ísland að taka upp evru einhliða eða í samstarfi við ESB án ESB-aðildar.

Í Financial Times stendur þetta: ,,Jean-Claude Juncker, prime minister of Luxembourg and chairman of the Eurogroup of finance ministers, has stressed that countries wishing to adopt the euro could not take short cuts. A eurozone finance ministry official said yesterday all eurozone finance ministers had discussed the issue in past months and backed Mr Juncker."

Ennfremur: ,,Market analysts were sceptical. "It's not realistic," said Gabor Ambrus, an economist at 4cast, the London consultancy. "The ECB has said they they won't take responsibility for the non-eurozone countries. Politically, it would also be difficult to sell to European voters."

Málið snýst um að Seðlabanki Evrópu getur ekki tekið ábyrgð á löndum sem EKKI taka upp Evruna með eðlilegum hætti og eru ekki hlutar af Evrusvæðinu. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst málið um traust og ábyrgð. Kannski nokkuð sem við Íslendingar verðum að endurheimta á komandi misserum. Aðildarviðræður við ESB eru mjög mikilvægur þáttur í því.




 



 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband