Leita í fréttum mbl.is

Öflugur Auðunn

Auðunn Arnórsson, skrifar öflugan leiðara í Fréttablaðið í dag.

Þar segir hann meðal annars:

,,Annar valkosturinn er þessi: að láta „bjartskt", skynsemi­sneytt stolt og eðlislæga einangrunarhyggju eyjarskeggjans hafa yfirhöndina og reyna að láta eins og íslenzka krónan sé enn þá nothæf mynt, þótt það kosti að stórdragi úr utanríkisviðskiptum, hér verði haftabúskapur varanlegur, vextir haldist háir, fyrirtæki hafi ekki aðgang að lánsfé og neyðist því ýmist til að hætta starfsemi eða flytja úr landi. Það myndi fjöldinn allur af fólki líka gera, ekki sízt það sérhæfðasta og menntaðasta. Eftir stæði einangrað samfélag sem byggði afkomu sína á hálfgerðum sjálfsþurftarbúskap með tilheyrandi rýrnun lífskjara.

Hinn valkosturinn er þessi: að sækja um aðild að félagsskap annarra Evrópuþjóða samkvæmt þeim leikreglum sem þær hafa komið sér upp og ber nú nafnið Evrópusambandið. Strax með ákvörðun um að setja stefnuna á aðildarumsókn gæfu Íslendingar skýr skilaboð til umheimsins um að þeir hygðust ekki láta hina eðlislægu einangrunarhyggju eyjarskeggjans hafa yfirhöndina, heldur sýndu þeir metnað til að eiga samleið með næstu grannþjóðum sínum og öðrum þjóðum álfunnar í að finna leiðir út úr kreppunni. Því að finna þær leiðir er viðfangsefni sem á tímum hnattvæðingar verður ekki leyst með því að hvert og eitt þjóðríki reyni að loka sig af í þeirri trú að þannig geti þau einangrað sig frá verstu áhrifum kreppunnar. Heldur einmitt hið gagnstæða; þjóðir heims, og þá sérstaklega þær sem sameinast hafa um hinn sameiginlega innri markað Evrópu, verða að taka saman höndum um vænlegustu leiðirnar út úr kreppunni."


Krækja: http://www.visir.is/article/20090424/SKODANIR04/491119299/-1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband