Leita í fréttum mbl.is

Íslendingar kusu Evrópu!

Niðurstöður hinna sögulegu kosninga í lok apríl 2009 sýna að:

ESB-fániÍslendingar kusu Evrópu og aðildarviðræður við ESB um framtíðarstefnu í peninga og utanríkismálum landsins. Kjósendur höfnuðu Sjálfstæðisflokknum og refsuðu harkalega og þar á líklega óskýr og margklofin stefna flokksins gagnvart Evrópu og ESB, stóran hlut að máli. Sjálfstæðisflokkurinn ber höfðinu í steininn í þessum málum, svo úr blæðir. Bjarni Benediktsson, nýr formaður, glataði sögulegu tækifæri til að taka flokkinn út úr þeirri þoku sem flokkurinn hefur vaðið í Evrópumálum og gera hann að nútímalegum hægriflokki. Í staðinn hlekkjaði Bjarni sig við drauga fortíðar og flokkurinn klofnaði.

Útkoma Vinstri-Grænna var ekki eins glæsileg og spár gerðu ráð fyrir. Stuðningur við afdráttarlausa NEI-stefnu VG gagnvart ESB, sem samstaða varð um á aðalfundi fyrir skömmu hlýtur því mun minna fylgi en liðsmenn VG höfðu vonast.

Útkoma Framsóknarflokksins var betri en kannanir gáfu til kynna. Framsókn vill ganga til aðildarviðræðna við ESB.

Borgarahreyfingin, nýtt afl úr grasrót íslenskra stjórnmála, fær fjóra þingmenn og er þetta mikill sigur fyrir hreyfinguna. Hreyfingin vill aðildarviðræður við ESB.

SKILABOÐIN ERU SKÝR: ÍSLAND Á AÐ FARA Í AÐILDARVIÐRÆÐUR VIÐ ESB!

Til hamingju Evrópusinnar, til hamingju Ísland!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband