5.5.2009 | 11:42
Tjónið af hruni krónunnar (Úr glerhúsinu í VBL)
Hér er að finna stórfína grein eftir Sigurð Má Jónsson, aðstoðarritstjóra Viðskiptablaðsins frá 30. apríl. Birt með góðfúslegu leyfi höfundar.
Ef krónan er bara mælitæki, hvers vegna er þá svona mikið rifist um hana? Ekki er að sjá að önnur mælitæki kalli á jafn heitar umræður og væri þó sjálfsagt tækifæri til þess fyrir þrasgjarna þjóð. Því er freistandi að halda að krónan sé annað og meira en bara mælikvarði á hagstjórn eða hitamælir hagkerfisins eins og sumir vilja segja. Hugsanlega er hún tákn um sjálfstæði okkar og getu til að lifa í þessu landi þar sem við þurfum að takast á við hagsveiflur rétt eins og öldur sem brotna á ströndum landsins.
Það sýndi sig hins vegar að krónan var ekki tilbúin í þann leik sem við buðum henni uppá, svo sem skortsölu og skefjalausa spákaupmennsku. Þá var krónan eins og lítil skekta á stórsjó á meðan öruggari myntir sigldu framhjá enda kom á daginn að enginn treysti sér til að styðja við hana. Krónan hefur alltaf verið til merkis um sjálfstæði þjóðarinnar þótt enn megi deila um þá ákvörðun að kasta dönsku krónunni og taka upp þá íslensku á sínum tíma. Engin leið er að segja til um hvernig þróunin hefði orðið hér á landi ef það hefði ekki verið gert. En við sitjum uppi með íslensku krónuna og munum sjálfsagt gera það næstu árin, hvort sem okkur líkar það vel eða illa.
Tjónið vegna hruns krónunnar er af öðrum ástæðum og miklu meira en tjónið sem hlaust af falli bankanna. Það kemur meðal annars fram í verðbólgu, hækkandi verðlagi, verðtryggðum lánum og miklum hækkunum á erlendum skuldum fyrirtækja, ríkis, sveitarfélaga og einstaklinga. Sömuleiðis birtist það í háum vöxtum innanlands og erfiðleikum íslenskra fyrirtækja erlendis þar sem gjaldmiðillinn er jafn forsmáður og Jón Hreggviðsson forðum.
Þetta mikla tjón sem hefur orðið vegna falls gjaldmiðils okkar nemur hundruðum ef ekki þúsundum milljarða króna og hefur leitt af sér mestu eignaupptöku og gjaldþrotahrinu Íslandsögunnar. Krónufallið er meginástæðan fyrir greiðsluerfiðleikum og gjaldþrotum fyrirtækja og einstaklinga, samhliða vaxandi atvinnuleysi sem ógnar hratt nýju bankakerfi.
Þess vegna er tjón Íslands núna svo miklu meira en við sjáum í nokkru öðru landi sem glímir við afleiðingar heimskreppunnar. Þetta má glöggt sjá með því að bera saman tjón almennings og fyrirtækja á Íslandi og í öðrum löndum innan evrunnar en þar er ekkert sambærilegt tjón að finna. Kreppan þar er fyrst og fremst vegna samdráttar og atvinnuleysis. Færa má rök fyrir því að tjónið vegna gjaldmiðilsins sé nálægt 70% - 80% af heildartjóninu hér á landi. Og það er skaði sem heldur áfram að vaxa og ógnar nú allri framtíð heimila og atvinnulífs hér á landi sem þurfa að berjast áfram með ónýtan gjaldmiðil og lokun á erlendum fjármálamörkuðum. Um leið kemur það í veg fyrir að súrefni berist til atvinnulífsins og tefur þar með fyrir endurreisninni.
Einnig að finna á www.evropa.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:50 | Facebook
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.