Leita í fréttum mbl.is

Leiðtogi bænda í MBL

Haraldur BenediktssonHaraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, ritar grein um leiktjöld í MBL í dag, þ.e.a.s. leiktjöld í ESB-umræðunni. Hann segir orðrétt: ,,Umræðan um strókostlega möguleika íslenskra bænda innan ESB er tilraun til að setja upp leiktjöld...Sem eiga að gera lítið úr sjónarmiðum bænda í umræðu um hina nýju sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar."

Bloggari kannast hinsvegar ekki við þetta, þ.e. að þessi ,,leiktjöld" eigi að gera lítið úr sjónarmiðum bænda. Hinsvegar veltir bloggari því fyrir sér hvort afstaða samtaka bænda sé ekki meira byggð á ótta við breytingar, sem hinsvegar þyrftu ekki að vera svo miklar. Samkvæmt heimskautaákvæði (og öðrum atriðum) í aðildarsamningi Finna (Bændasamtökin tala mikið um Finnland og ESB), fengu þeir að halda miklum stuðning við finnskan landbúnað. Allt Ísland, sem er norðan við 62.breiddargráðu, gæti því vitnað í þennan samning og haft það sem samningsmarkmið að halda stuðningi við íslenskan landbúnað. Til að halda þessu margumrædda fæðuöryggi. Allir Íslendingar vilja jú halda íslenskum landbúnaði.

En er ekki hægt að gera betur innan þeirrar greinar eins og annarra? Og er það virkilega þannig að Bændasamtökin sjá ENGA möguleika í ESB aðild? Hvað með auknar fjárfestingar og nýsköpun í greininni með stuðningi ESB OG íslenskra stjórnvalda?

T.d. hafa fjárfestingar aukist stórkostlega í sænskum landbúnaði, þar er það ,,inni" að vera bóndi og sænskir bændur eru stoltir af stöðu sinni og þéna sem aldrei fyrr. Þetta tala íslensku Bændasamtökin hinsvegar lítið um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband