Leita í fréttum mbl.is

Bændablaðið stútfullt af ESB

bændablaðiðOg meira um bændur, nú rjúkandi ferskt Bændablað, 10. tbl. Stór hluti þess fjallar um ESB, heilu síðurnar eru lagðar undir ESB-umfjöllun. Á forsíðu er t.d. ítrekuð sú afstaða bænda að þeir séu eindregið gegn aðild Íslands. Bændur vilja ekki einu sinni ræða við sambandið; ,,Búnaðarþing 2009...hafnar aðildarviðræðum við sambandið." (samþykkt Búnaðarþings 2009). Er þetta lýðræðislegt sjónarhorn?

Þá er á síðu tvö viðtal við norska ,,sérfræðinginn" Dag Seierstad,sem fluttur var hingað innum daginn á vegum Heimssýnar (Nei-samtaka Íslands). Fyrirsögn viðtalsins er ,,Engar undanþágur í boði hjá ESB." Halló! Finnar fengu undanþágu fyrir landbúnað, Maltverjar fengu undanþágu fyrir sjávarútveg, Danir fengu undanþágu fyrir fjárfestingar erlendra aðila í dönskum sumarhúsum, svo eitthvað sé nefnt. Álendingar fengu svipaða undanþágu. Þetta er því rangt hjá Seierstad. Og undanþágur fást í samningaviðræðum, ekki fyrirfram. Þetta eru því getgátur.

Þá segir hann að Norðmenn muni ekki "elta" Ísland inn í ESB, gangi Ísland í sambandið, ,,aðild Íslendinga væri ekki nógu mikilvæg til þess." Athyglisvert orðalag! Bloggari segir bara: Ísland er ekki að spá í umsókn til þess að Norðmenn gangi líka inn.  Möguleg íslensk aðild er með íslenska hagsmuni að leiðarljósi.

Ráð Seierstad til Íslendinga í Evrópumálum (kom fram í sjónvarpsviðtali um daginn) var að bíða eftir olíu á Drekasvæðinu!! Það tekur að minnsta kosti 10-20 ár, þ.e.a.s. ef um olíu verður að ræða þar. Það er ekki vitað enn. Kostuleg ráðgjöf!

Í leiðara blaðsins er dregin upp dekksta mögulega mynd af aðild að ESB: ,,AUGLJÓST ER af tillögudrögum þingsályktunar um aðildarumsókn að ESB að það á að setja íslenska grunnatvinnuvegi þjóðarinnar í gapastokkinn. Ótvírætt er að íslenskur landbúnaður mun veikjast
umtalsvert við inngöngu í ESB og gæðum og hollustu innlendrar búvöruframleiðslu yrði kastað fyrir róða. Matvæla- og fæðuöryggi er verulega ógnað og hætt er við að byggðir leggist í eyði og
fjöldi fólks sem nú starfar við ýmsan matvælaiðnað missi vinnuna."
  Hvað er hægt að segja um þetta? ESB=Dómsdagur?

Og síðar segir: ,,Hve langan tíma tekur það stórfyrirtæki ESB að eignast allt hillupláss stórmarkaðanna hér á landi? Fyrirtæki sem í dag hafa sölsað undir sig gífurlegar fjárhæðir úr sameiginlegum sjóðum ESB. Stórfyrirtæki og landgreifar eru að taka hæstu fjárhæðirnar af landbúnaðarstyrkjum ESB en ekki bændur sem strita við matarframleiðslu." S.s. vond fyrirtæki frá Evrópu munu ryðjast yfir landið og búðir þess. En eru ekki erlendar vörur nú þegar fyrir í hillum búðanna?  Aðild myndi s.s. ryðja restinni af íslenskum vörum út, mjólk, skyri, ostum, eggjum, smjöri og lambakjöti? Er þetta reynsla annarra ríkja? Er líklegt að þetta myndi gerast á markaði með 320.000 manns? Hverjir eru hagsmunir þessara stórfyrirtækja af því að framkvæma aðgerðir sem slíkar? Myndu íslenskir kaupmenn láta þetta gerast?

Jón BjarnasonÍ blaðinu er einnig heilsíðuviðtal við nýjan landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason, þar sem hann segist muni beita sér gegn aðild að ESB. ,,Ef til kemur verður aðildarsamningur lagður fyrir þjóðina og það er auðvitað lýðræðislegt ferli. Mín skoðun liggur alveg fyrir og ég mun áfram beita mér gegn aðild. Ef hins vegar kemur til þess að sótt verði um aðild mun ég auðvitað kappkosta að mitt ráðuneyti leggi fram faglega og góða vinnu til þess að sem best niðurstaða komi út úr slíkum viðræðum.“

Ekki meira úr blaði bænda að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband