Leita í fréttum mbl.is

Dómsdagur nú?

Haraldur BenediktssonHaraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslandsritar grein í MBL í dag undir fyrirsögninni ,,Endalok nútímalandbúnaðar á Íslandi?" Þar segir hann m.a. að nú sé verið að ,,véla" um sjálfstæði Íslands og það um hábjargræðistímann! Hann segir stjórnarmeirihlutann vilja leggja út í ,,hættulega vegferð" (með því að fara út í samningaviðræður við ESB).  Þá segir hann það vera mikilvægan dag fyrir bændur þegar ,,ákveðið verður að sækja um aðild að ESB..." Í lok greinarinnar segir Haraldur orðrétt: ,,Þau sem styðja aðildarumsókn eru að senda bændum skilaboð um að huga sem minnst að framtíðaruppbyggingu búa sinna. Undirbúa undanhaldið. Skilaboð þeirra eru að það dregur hratt að endalokum nútímalandbúnaðar á Íslandi. Því ekki sækjum við um til að hafna síðan aðild?"

Fyrst vill bloggari benda á að Norðmenn hafa gert slíkt í tvígang. Ekki verður farið nánar út í það hér.

En, getur aðild Íslands þýtt einmitt hið gagnstæða fyrir íslenska bændur? Að hér geti byggst upp enn skilvirkari, nútímalegri og afkastameiri landbúnaður en ella? Að með aðild fylgi t.d. tækifæri til nýsköpunar og tilkomu enn umhverfisvænni landbúnaðar í takt við kröfur nútíma neytenda? Sem er stefnan í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð.

Bændasamtökin tala mun minna um sænskan landbúnað en finnskan, enda klaga sænskir bændur ekki undan ESB og hafa nýtt sér tækifæri til að nútímavæða enn frekar landbúnað sinn. Samkvæmt nýjustu fréttum streyma sænskar konur inn í landbúnaðinn, það er ,,inni" að vera bóndi í Svíþjóð. Sænskir bændur eru stoltir af störfum sínum.

Bloggari telur að þetta snúist í raun um að horfa framhjá tækifærum sem í aðild gætu falist, en ekki að hér sé um að ræða einhvern ,,Dómsdag nú," fyrir íslenskan landbúnað.

Að lokum má benda á að samtök bænda segja alfarið NEI við aðildarviðræðum. Er það lýðræðisleg afstaða?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óþarfi að blanda einhverjum dómsdagsspám inn í þessi mál.

Það er spurning um að ganga í ESB til að tengjast stærra hagkerfi en halda áfram að kaupa BARA íslenskar landbúnaðar-vörur til að viðhalda vinnu, byggð og fæðuöryggi. (Ég ætla að gera það).

Einnig gætu opnast stórir markaðir fyrir okkar góðu landbúnaðarvörur og aðrar vörur.

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 13:01

2 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Þetta er nákvæmlega það sama og með iðnaðinn áður en við gengum inn í EES. Iðnfyrirtæki voru alveg að skíta í buxurnar af hræðslu að allt færi til andskotans hérna í iðngreinum, þeir voru að framleiða allskyns drasl sem var engan veginn samkeppnishæft erlendis og eina leiðin fyrir þá að halda þessari framleiðslu gangandi var með tollamúrum. Eftir að við gengum í EES, þá féll þessi glórulausi iðnaður niður en það sem kom i staðinn var miklu betra, hátækniiðnaður. Fyrirtæki eins og Marel, Össur, Actavis og CCP, fyrirtæki sem leika sér að keppa við alþjóðlega risa og hafa tekið leiðandi stöðu í sínum greinum. Nú eru samtök iðnaðarins helstu stuðningsmenn ESB hér á landi.

Það er glórulaust að streitast við að halda heimsmetinu í niðurgreiðslum/tollavörnum fyrir íslenskan landbúnað eins og við gerum nú. Aðstoð við landbúnað innann ESB er mjög mikill miðað við til dæmis Bandaríkin og auk þess þá eigum við að geta fengið heimskautalandbúnaðar undanþáguna og þannig styrkt landbúnað okkar enn meira. Ef að landbúnaður getur ekki þrifist við svo miklar niðurgreiðslur/tollavarnir, þá á sá landbúnaður ekki rétt á sér. Ef að íslendingar er eins vel menntaður og jafn duglegir og við teljum okkur vera, og í ofanálag að bændur fái meiri niðurgreiðslur en aðrar þjóðir, þá er það kjánaskapur halda því fram að landbúnaður okkar geti ekki aðlagast nýjum aðstæðum og keppt við aðrar þjóðir. 

Jón Gunnar Bjarkan, 15.7.2009 kl. 23:30

3 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Það sem verður athyglisvert að sjá, er hvort fullvinnsla á fiski muni ekki færast hingað til lands eftir að við göngum í ESB. Með inngöngu þá falla 20% tollar af fullunnum fisk frá Íslandi til ESB niður. Menn tala alltaf um að við verðum að flytja meira af fullunnum vörum og ég er sammála því. Hér er ein leiðin til þess. Er síðan ekki 10% tollar á  óunnum fiskvörum frá Íslandi til ESB, mig minnir það? Tökum þá dæmi um að grandi selur 1 tonn af ýsu á einhvern pening, segjum 100 milljónir, kaupandinn greiðir 110 milljónir fyrir hann út í evrópu með 10% tollum. Ef þessir tollar eru felldir niður þá gæti Grandi selt þessum kaupanda fiskinn beint á 110 milljónir og fengið þannig 10 milljónir meira í vasann, til hamingju, búið að bæta 10% virði á allan fisk útflutning íslendinga, það er enginn smá búbót. 

Jón Gunnar Bjarkan, 15.7.2009 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband