Leita í fréttum mbl.is

Ögurstund í sögu lýðveldisins

c_documents_and_settings_gunnar_mina_dokument_mina_bilder_est-myndir_eu3.jpgÍ dag, á hádegi, mun Alþingi kjósa um hvort ganga eigi til aðildarviðræðna við Evrópusambandið,ESB. Sjaldan hefur Alþingi fjallað um jafn mikilvægt mál og því ekki að furða að tilfinningar fólks, bæði innan og utan þings, séu miklar. Það er þó sérkennilegt að fylgjast með andstæðingum aðildarviðræðna flykkjast um tillögu um svokallaða tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu þótt ljóst sé að stór hluti þessa fólk er algjörlega á móti aðildarviðræðum.


Svo hljóta menn að setja spurningamerki við upphlaupið varðandi þessa svokölluðu landbúnaðarskýrslu í gær. Ekki er víst að andstæðingar aðildar séu sérlega ánægðir með  birtingu skýrslunnar því það var í sjálfu sér lítið nýtt sem kom þar fram.

Þó var hnykkt á því að þessar hefðbundnu greinar eins og sauðfjárrækt og mjólkuriðnaður myndu að öllum líkindum koma ágætlega út úr inngöngu í ESB ef við fengjum sambærilegan samning og Finnar. Einnig kom fram að verð til neytenda (þ.e. mikill meirihluti íslensku þjóðarinnar!) myndi lækka töluvert og þar með myndu lífskjörin batna!

Hér má lesa skýrsluna í heild sinni.

Umræðan um íslenskan landbúnað varð Magnúsi Geir Eyjólfssyni bloggara á Pressunni og doktorsnema í stjórnmálafræði umhugsunarefni og skrifaði hann ágæta grein þar í gær. Magnús segir meðal annars: ,,En aftur að umfjöllunarefninu sem er landbúnaður. Enn sem komið er hafa Bændasamtökin ekki komið fram með sannfærandi rök af hverju landbúnaður ætti að leggjast af ef Ísland gengur í ESB. Geta þau bent á fordæmi? Nei, þvert á móti hefur landbúnaður í nágrannalöndunum eflst. Blekkingaleikur samtakanna um finnsku leiðina er kómískur, en annar Framsóknarmaður hefur þegar svarað því á sannfærandi hátt.

Ég myndi kannski kaupa rök samtakanna ef landbúnaður hér á landi stæði í fullum blóma. Er það svo? Ekki samkvæmt samtökunum sjálfum sem segja horfur í íslenskum landbúnaði mjög slæmar. Þrátt fyrir það kerfi sem samtökin standa svo mikinn vörð um. Raunar er það þannig að flest það jákvæða sem gerst hefur í íslenskum landbúnaði hefur gerst þrátt fyrir kerfið, en ekki vegna þess. Það er í gegnum einkaframtak bændanna sjálfra. Ég nefni kornrækt, ferðaþjónustu, beint frá býli svo eitthvað sé nefnt.

Og að halda því fram að landbúnaður leggist af innan ESB er hreint og beint súrrealískt. Halda þessir menn virkilega að bændur hætti bara að rækta landið? Eru samtökin að segja að skjólstæðingar séu duglausar liðleskjur?"

Hægt er að lesa alla greinina á http://www.pressan.is/pressupennar/LesaMagnusGeir/eigum-vid-ad-raeda-landbunad


Evrópusamtökin hvetja alla til að mæta á þingpalla kl. 12.00 í dag og sjá þingmenn kjósa um þetta mikilvæga mál. Þar sem rými er takmarkað hvetjum við fólk til að mæta snemma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband