Leita í fréttum mbl.is

TIL HAMINGJU ÍSLAND!

FáninnSkynsemin vann! Alþingi samþykkti með 33 atkvæðum gegn 28 (2 sátu hjá) að sækja um aðild að ESB og þar með hefja aðildarviðræður.  Þessi niðurstaða er án efa ein sú mikilvægasta sem um getur í sögu Íslands.

Evrópusamtökin óska öllum Íslendingum til hamingju með þessa niðurstöðu, en þó sérstaklega öllum Evrópusinnum. Málið snýst um framtíðarhagsmuni, framtíðarstöðu, framtíðarafkomu íslensku þjóðarinnar.

Framundan eru aðildarviðræður, þar sem tryggja þarf hagsmuni Íslands. Niðurstöður þeirra verða lagðar í dóm þjóðarinnar.

MBL.is birti þetta yfirlit:

Já sögðu:

Samfylkingin

Jóhanna Sigurðardóttir, Helgi Hjörvar, Valgerður Bjarnadóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Össur Skarphéðinsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Skúli Helgason, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Árni Páll Árnason, Katrín Júlíusdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Magnús Orri Schram, Björgvin G. Sigurðsson, Oddný Guðbjörg Harðardóttir, Róbert Marshall, Kristján Möller, Guðbjartur Hannesson, Ólína Þorvarðardóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Jónína Rós Guðmundsdóttir.

Vinstri græn

Árni Þór Sigurðsson, Álfheiður Ingadóttir, Svandís Svavarsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Ögmundur Jónasson, Steingrímur J. Sigfússon, Bjarkey Gunnarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir.

Sjálfstæðisflokkur

Ragnheiður Ríkharðsdóttir.

Framsóknarflokkur

Siv Friðleifsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Guðmundur Steingrímsson

Borgarahreyfingin

Þráinn Bertelsson.

Nei sögðu:

Sjálfstæðisflokkur

Illugi Gunnarsson, Pétur H. Blöndal, Ólöf Nordal, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Árni Johnsen, Unnur Brá Konráðsdóttir, Kristján Þór Júlíusson, Tryggvi Þór Herbertsson, Ásbjörn Óttarsson, Einar K. Guðfinnsson og Guðlaugur Þór Þórðarson.

Vinstri græn

Atli Gíslason, Þuríður Backman, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ásmundur Daði Einarsson, Jón Bjarnason.

Framsóknarflokkur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Vigdís Hauksdóttir, Eygló Harðardóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Sigurður Ingi Jóhannsson.

Borgarahreyfingin

Þór Saari, Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir. Þess skal getið að Margrét sat hjá þegar greidd voru atkvæði um breytingartillögu meirihluta utanríkismálanefndar.

Sátu hjá:

Sjálfstæðisflokkur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Vinstri græn

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég vil óska okkur í Evrópusamtökunum til hamingju með daginn!

Fyrsti áfangi á vegferðinni er í höfn og nú verðum við að vona að aðildarsamningurinn verði þannig að hann falli þjóðinni í geð! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 16.7.2009 kl. 14:29

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Takk, nú hefst hið raunverulega verkefni; að ná góðum samningi og leggja hann fyrir þjóðina. Við höfum komist á réttu brautina!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 16.7.2009 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband