Leita í fréttum mbl.is

Viđbrögđ viđ viđbrögđum

ISESBAthyglisvert er ađ ,,skima" yfir viđbrögđ manna viđ ađildarmálinu í blöđunum. Ţađ sem bloggara finnst athyglisverđast er ađ sjálfsögđu viđbrögđ forystumanns Bćndasamtakanna, Haraldar Benediktssonar, sem segir ađ ,,...Nú hilli undir endalok ţess búskapar sem er í dag." Hann segir ennfremur ađ ,,laun bćnda muni hverfa" og notar orđiđ ,,ólíft" yfir sveitir landsins og telur ađ býlum muni fćkka verulega.

Bloggari veltir ţví ţessvegna fyrir sér hvort almenningur hérlendis ţurfi ađ hafa áhyggjur af svokölluđu fćđuöryggi, sem bćndur tala svo mikiđ um? Eđa er hćgt ađ snúa ţessu viđ og líta á tímann framundan sem undirbúningstíma fyrir samtök bćnda, til ađ gera íslenskan landbúnađ enn betri, vistvćnni, hagkvćmari og sterkari?

Friđrik J. Arngrímsson, framkvćmdastjóri LÍÚ, segir ađ nú verđi auđlindum landsins fórnađ og á RÚV.is segir orđrétt: ,,Hann hefur trú á ţví ađ viđrćđurnar sigli í strand á fyrsta degi."

Bloggari leyfir sér ađ draga ţessi orđ stórlega í efa og varpa upp ţeirri spurningu hvort međ vćntanlegri ađild geti Ísland skipađ sér fremst í flokk útvegsţjóđa innan ESB? Sú ţekking og kunnátta sem fyrirfinnst hér á landi í sjávarútvegsmálum er einstök. Gćtum viđ miđlađ ţessari ţekkingu á jákvćđan hátt innan ESB og sem ESB-land, ef viđ gerumst ađilar? Hefur Friđrik velt ţessu fyrir sér?

Viđbrögđ annarra ađila eru m.a. ţessi: Vilhjálmur Egilsson, framkvćmdastjóri SA telur ţetta efla traust á Íslandi og ađ viđ séum ađ ,,fara í rétta átt." Samtök Iđnađarins fagna niđurstöđunni og telja ađ viđ ,,munum rísa upp úr öskustónni." Jón Steindór Valdimarsson, frkvstj. SI segir ákvörđunina ,,langţráđ skref í átt ađ stöđugleika ţar sem gjaldmiđillinn spili stórt hlutverk." ASÍ fagnar ţessari niđurstöđu og ,,ađ ţetta mál verđi leitt til lykta," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband