Leita í fréttum mbl.is

Jón Sigurðsson á www.pressan.is

Jón SigurðssonJón Sigurðsson skrifar yfirvegaða og málefnalega grein á pressan.is í dag um þessa samþykkt ESB-tillögunnar, undir yfirskriftinni ,,Áhrifamikil stefnuyfirlýsing Íslendinga". Þar segir Jón meðal annars:

,,Samþykkt Alþingis um aðildarumsókn að Evrópusambandinu er sögulegur atburður og mikilvægur áfangi í sögu þjóðarinnar. Samþykktin er í mörgum skilningi áhrifamikil stefnuyfirlýsing Íslendinga. Þessi samþykkt ber með sér framtíðarsýn sem getur haft mótandi áhrif á flesta þætti þjóðmálanna og þjóðlífsins. Með þessu ákveða Íslendingar að stefna að opnu samfélagi, að þátttöku og samvinnu við aðra, en hverfa markvisst frá einangrunarstefnu og afturhaldi. Þessi stefnumótun markar öll svið samfélags-, efnahags- og menningarmála.

Með þessari samþykkt er mótuð stefna fyrir þá endurreisn fjármála- og bankakerfis sem fyrir dyrum stendur á Íslandi. Þeirri skoðun er hafnað að stefna eigi í átt að gamla lokaða og ríkisrekna krónukerfinu, millifærslu- og sjóðabákninu sem einkenndi Ísland áður fyrr. Sannleikurinn er sá að við gátum ekki beðið deginum lengur eftir þessari stefnuákvörðun. Við urðum einmitt núna að taka stefnuna í þessum mikilvæga málaflokki.

Samþykkt Alþingis er metnaðarfull og sýnir að Íslendingar stefna fram á leiðina undir fullum seglum. Þessi samþykkt vekur góðar vonir og bjartsýni. Hún sýnir að Íslendingar hafa ekki kiknað undir erfiðleikunum og horfið inn í sjálfa sig. Þjóðin hefur burði og metnað til að sækja í sig veðrið."

Hægt er að lesa greinina í heild sinni hér

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband