Leita í fréttum mbl.is

Hvað tekur við?

MBLS.l. föstudag birtist áhugaverð fréttaskýring um næstu skréf í ESB-málinu í MBL. Eins og kunnugt er afgreiddi fundur utanríkisráðherra ESB umsókn Íslands í dag, veittu henni brautargengi. Kíkjum á hluta fréttaskýringar MBL:

,,Fari svo að ráðherraráðið vísi umsókn Íslands til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefst mikil undirbúningsvinna. Stækkunarskrifstofa ESB, undir forystu Ollis Rehn, setur saman litla deild til að taka saman skýrslu um hversu vel Ísland er í stakk búið til aðildar, hvort við fullnægjum þeim skilyrðum sem nýjum aðildarríkjum eru sett og hvaða vandamál geta komið upp í viðræðum. Fullbúin skýrsla verður svo lögð fyrir leiðtogafund sambandsins, þar sem einnig verður óskað eftir umboði til samningsviðræðna. Íslensk stjórnvöld vonast til að þetta hafist fyrir leiðtogafundinn í desember, í lok formennskumisseris Svía. Auðunn Arnórsson, stjórnmálafræðingur og blaðamaður, bendir þó á að ekki sé víst að þetta gangi eftir, því ný stjórn taki við framkvæmdastjórn ESB í haust. Því má telja bjartsýnt að skýrslan um Ísland verði tilbúin fyrir jól og fyrr getur leiðtogaráðið ekki ákveðið hvort formlega skuli hefja viðræður. „Það er háð ýmsum þáttum hve hratt ferlið mun ganga og hve mikill pólitískur vilji er til að koma til móts við kröfur Íslendinga,“ segir Auðunn. Nefnir hann m.a. framgöngu Lissabonsáttmálans og efnahagsstöðu Lettlands, sem gæti leitt til fordæmis fyrir hraðari upptöku evrunnar en hingað til hefur viðgengist.

Ljóst er að þótt umsóknarferlið sé ekki undir stjórn Íslendinga þá dugir ekki að sitja og bíða. „Mikilvægasti hluti samningaviðræðnanna fer fram á milli dagsins í dag og þangað til leiðtogafundurinn ákveður að hefja skuli viðræður,“ segir Aðalsteinn Leifsson stjórnmálafræðingur. Lykilatriði sé að kynna öllum aðildarríkjunum sjónarmið Íslands, ekki bara þeim stærstu. Ráðuneytin þurfi nú að vinna dag og nótt til að auka stuðning við hagsmuni okkar. „Frá upphafi þarf að vera skýrt af hálfu Íslands á hvað við leggjum áherslu. Við getum ekki beðið þangað til formlegar aðildarviðræður byrja. Þá verður þegar búið að móta þann farveg sem viðræðurnar fara í.“

Heimild

Fram hefur komið að Ísland fái ekki neina ,,flýtimeðferð," enda óraunhæft að fara fram á slíkt. Hinsvegar vita allir sem fylgjast með þessum málum að Ísland hefur mikið forskot á bæði Króatíu og Albaníu vegna þátttöku sinnar í EES.  Það er hinn pólitíski raunveruleiki.

Sjá hér

Myndband af MBL.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband