Leita í fréttum mbl.is

Jákvætt frá Þýskalandi og Frakklandi

Frá BerlínPressan.is birtir frétt um óvænta efnahagslega þróun í Þýskalandi og Frakklandi, en þar er nú orðinn jákvæður hagvöxtur, nokkuð sem menn reiknuðu ekki með. Er Evrópumótorinn að fara almennilega í gang? Hér er fréttin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Högni Sigurðsson

Óvænt já, þegar yfirvöld hamast við að prenta peninga og niðurgreiða t.d. nýja bíla til að glæða neysluna og hagvöxtinn, þá er þetta kannski ekkert skrítið. Hins vegar er greinilegt að vél hagkerfisins snýst ekki nema handaflið komi til, en svona er ESB, það er sama hvað þú lemur dauðann hest, hann stendur ekki upp.

Sigurður Högni Sigurðsson, 13.8.2009 kl. 17:22

2 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Mér sýnist þú nokkuð áttavilltur Sigurður minn.

Það er rétt að seðlabanki Evrópu hefur dælt helling af peningum inn í hagkerfið en það er til marks um hversu gríðarlegt traust er nú borið til Evrunnar af fjárfestum, að þrátt fyrir þetta aukna framboð af evruseðlum þá er verðbólga enn lág og gengið er enn sterkt, sem þýðir að seðlabanki ECB getur hugsanlega endurtekið leikinn aftur ef þeir vilja, þetta er svigrúm sem ECB hefur en seðlabanki íslands hefur ekki þar sem við prentum bara klósettpappíra, Bank of England hefur ekki þar sem breska pundið er þegar fallið mjög mikið og ekki einu sinni federal reserve hefur þar sem hann er búinn að vera ofprentaður allt of lengi samfara því sem markaðshlutdeild hans í gjaldeyrisvarasjóðum erlendra ríkja fer hratt minnkandi. Þetta er öfundsverð staða sem ECB er í, svo mikið er víst. 

Niðurgreiða nýja bíla? Ertu að meina eitthvað umhverfisátak, greiða niður umhverfisvæna bíla eða eitthvað svoleiðis? Man það ekki nákvæmlega en var það ekki í Bretlandi?

"Hins vegar er greinilegt að vél hagkerfisins snýst ekki nema handaflið komi til, en svona er ESB, það er sama hvað þú lemur dauðann hest, hann stendur ekki upp." Þetta er undarlegar fullyrðingar. Allar þjóðir eru að beita handafli við að snúa efnahaginum við, eini munurinn á Þýskalandi og Frakklandi er að það er að virka, á Íslandi þá hrundi bankakerfi okkará heimsmetshraða, ríkissjóður sem var skuldlaus er nú sá skuldsettasti í Evrópu, og samt virðist ekkert vera farið að batna hjá okkur. Hestur Frakklands og Þýskalands virðast af þessum fréttum þegar verið staðinn upp, en okkar hestur var laminn og hann bara steinrotaðist.

Ég er svo sem ekkert yfir mig bjartsýnn á að Þýskaland og Frakkland sé komið úr kreppunni, það eru einfaldlega alltof miklir óvissuþættir framundan, við getum verið að horfa upp á v-laga kreppu, sem þýðir að þeir séu komnir úr kreppunni, eða w-laga kreppu, sem þýðir að þeir muni taka aðra dýfu. Við skulum þó vona fyrir okkar eigin hag að Frakkar og Þjóðverjar séu komnir úr kreppunni því það mun hjálpa okkur að komast úr kreppunni. Allar jakvæðar tölur úr Evrópu sem helsta útflutningsmarkaðar okkar eru jákvæðar tölur fyrir íslenskan efnahag. 

Jón Gunnar Bjarkan, 13.8.2009 kl. 21:30

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

0,3%

Þýskaland: 0,3% bati er vel hægt að kalla tölfræðilegan bata eða tölfræðilega skekkju

0,3% bati á FJ2-09 eftir 3,8% fall á FJ1-09 (verra en Íslandi=3,6%). Þetta var versta fall í þjóðarframleiðslu Þýskalands síðan byrjað var að mæla hagvöxt ársfjórðunglega árið 1970

Borið saman við FJ2-08 þá hefur verðbólguleiðrétt þjóðarframleiðsla Þýskalands dregist saman um heil 7,1% á FJ2-09 (miklu verra en á Íslandi a.m.a.k miðað við KV1-08/KV1-09). Ef dagatalsjöfnun er reiknuð inn þá er samdrátturinn þó "aðeins 5,9%", sem er það versta í heiminum fyrir ríki af þessari stærð.

Ekki gera ykkur of miklar vonir

Sorry

Gunnar Rögnvaldsson, 13.8.2009 kl. 23:41

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Í ljósi öldrunar þegna Þýskalands þá sér ríkisstjórn Þýskalands sér ekki fært að eyða nema 50 miljörðum evra í mótvægisaðgerðir gegn kreppunni.

Þeir treysta sér ekki að skuldsetja landið fyrir meiru en þessu. Þetta er rétt að fara í gengum þýska þingið núna.

Þýskaland treystir sér ekki í meira því það verða engir til að borga skuldir þýska ríksins í framtíðinni því þá eru allir dauðir í Þýskalandi því engin fæðst börnin í Þýskalandi. Þeir geta því ekki tekið á sig nýja Versala samninga eins og ríkisstjórnin á Íslandi vill troða ofaní skattgreiðendur Íslands að nauðsynjalausu.

Þýskaland ætlar sér því að treysta á V-laga kreppu sem allir sem hugsa smávegis vita að verður einmitt ekki V-laga heldur W-laga eða L-laga.

Þetta verður one off shot í byssunni hjá Þýskalandi því landið hefur ekki efni á meiru: framtíðarhorfur þess eru svo kolsvartar.

Gunnar Rögnvaldsson, 14.8.2009 kl. 00:11

5 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Ekki má heldur gleyma því að Þýskaland er helsta útflutningsland í heimi (kína er að fara ná þeim) og í heimskreppu þá liggur auðvitað alveg fyrir að útflutningingsmarkaðir minnka og fólk kaupir minna. Þetta dregur að sjálfssögðu þjóðarframleiðsluna niður þegar Porsche, Bosch eða hvað fyrirtæki það eru fá inn minni peninga inn af útflutningi. Og útflutningur Þýskalands er svo risavaxinn miðað við efnahaginn að það er í sjálfu sér lítið sem Þýska ríkið getur gert til að bæta upp fyrir þessa minnkandi heimssölu með aðgerðum heima fyrir. 

Jón Gunnar Bjarkan, 14.8.2009 kl. 12:12

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Gunnar, þetta þýðir að botninum hefur verið náð og efnahagurinn er aftur tekinn að vaxa

.

Þetta þarf alls ekki að þýða að botninum sé náð. En vonandi reynist það rétt því annað væri hreinn hryllingur fyrir þá sem sitja í þessari lest sem Þýskaland er spennt fyrir og sem kallast ESB og Evrusvæði. Annað myndi hreinlega þýða heimsendi fyrir Þýskalands því samdráttur verður svo hrikalegur þar á ársgrundvelli. Nánast ekkert mun fara í gang í Þýskalandi nema með tilstilli utanaðkomandi hjálpar (eftirspurnar frá útlandinu) því þýska hagkerfið sjálft er dautt innvortis

Gunnar Rögnvaldsson, 14.8.2009 kl. 12:18

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þú ættir að vera ánægður Jón því þrátt fyrir að heilt fjármálakerfi Íslands klessukeyrði inni í miðju ESB, þá var samdráttur þó minni á Íslandi en í Þýskalandi á fyrsta fjórðungi ársins En hvað varðar elliheimilið Þýskaland þá þurfa menn að hafa í huga að þrátt fyrir þessa 0.3% batavon þá er það þannig að:

  • Innflutningur Þýskalands fellur hratt.
  • Birgðir minnka hratt í Þýskalandi sem þýðir að litlar pantanir eru í gangi því annars væru menn í óða önn að byggja upp lager til að mæta vaxandi eftirspurn. En eftirspurnin er bara ekki til staðar.
  • Smá bati varð í útflutningi en sem þó ber að skoða í ljósi fallandi iðnaðarframleiðslu í júní eftir smá fjörkipp í maí.
  • Þýska PMI vísitalan er ennþá fallandi.
  • Einkageiri Þýskalands og þar með iðnaðargeirinn eru ennþá að dragast saman, en þó hægir samdrátturinn á sér.
  • Væntingar neytenda bötnuðu aðeins
  • Væntingar og tiltrú fjárfesta féll í júlí. ZEW féll svoleiðis í júlí
  • Smásala heldur áfram að hrynja í frjálsu falli í júlí því þýskir neytendur óttast atvinnumissi eftir kosningarnar í september.
  • Reyndar hefur smásala verið að hrynja í Þýskalandi síðan 2006
  • Atvinnuþáttaka fellur
  • Atvinnuleysi hækkar og mun hækka mikið eftir kosningarnar í september.
  • 52,000 manns misstu vinnuna í júlí (ekki árstíðaleiðrétt)
  • Veðhjöðnun eykst og HICP vísitalan féll um 0,7% YoY sem er einstakt
  • Ekkert mun fara í gang í Þýskalandi nema með tilstilli utanaðkomandi hjálpar (eftirspurn frá útlandinu) því þýska hagkerfið er steindautt innvortis.

Summa summarum: þetta sem þið kallið “Jákvætt frá Þýskalandi” gæti alveg eins verið tölfræðileg skekkja. En okkar sjálfra vegna, og af því að við erum tengd þessum dauða markaði, þá skulum við vona að Jón Frímann og Evrópusamtökin hafi ekki byggt vonir sínar á óskhyggunni einni saman.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 14.8.2009 kl. 14:05

8 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Það er reyndar nokkuð skondið að bera þessa punkta við Ísland.

  • Innflutningur íslendinga hefur líka fallið
  • Reyndar held ég að ekki séu til tölur um birgðasöfnun íslendinga en hún hefur örugglega hríðfallið, eina sem er að birgjast upp er óselt hvalkjöt
  • Mikill bati reyndar í útflutningi.
  • Íslenska vísitalan nánast hvarf, minnkaði um eitthvað 95% eða álíka
  • Það er nánast enginn einkageiri á Íslandi eftir þetta fall, ríkið sem á Íslandi var meira segja fyrir hrun að vasast í áfengiseinokun, hélt úti mest niðurgreiddasta landbúnaðarkerfi í heiminum og skattpíndi alla íslendinga nema þá sem voru forríkir(mig minnir að ríkið heimtaði 60% af hverjum hundraðkalli í kerfinu samkvæmt OECD, beinir skattar, nefskattar, tollar, og fleiri álögur). Eftir kreppuna hefur það versnað, ríkið á nú allt fjármálakerfið, flugfélög, bókasöfn, tryggingarfélög og ég veit ekki hvað. 
  • Væntingar íslendinga eru í algjöru lágmarki og helmingi verri en þjóðverja
  • Væntingar og tiltrú fjárfesta er ekki til á Íslandi
  • Öll neysla hefur minnkað á Íslandi, fólk borgar og borgar vextir og verðtryggingu(eða hærri afborganir af erlendum lánum), en aldrei lækka lánin, fullkominn þrældómur. Fyrirtæki sem eru stórskuldug í erlendri mynt velta auknum fjármögnunar kostnaði út í verðlagið, atvinnuleysi tífaldast frá því fyrra, frá minna en 1% upp í 8% og talið að fari mikið vaxandi með haustinu.
  • Atvinnuþáttaka hefur fallið og mun falla(reyndar með öllum fólksflóttanum sem gæti hafist (og gæti verið hafinn) þá skekkist þessi mynd svolítið, til að taka dæmi segjum að 2000 manns flýja landið árlega en atvinnuleysið haldi sér í 8% þá er ljóst að atvinnuleysi er ekki að standa í stað eða minnka, heldur að aukast.
  • Atvinnuleysi mun hækka mikið í haus.
  • Verðbólga heldur enn áfram á Íslandi og er margföld á við það sem er annarstaðar, stýrivextir ennþá margfaldir á við aðrar þjóðir og gjaldeyrishöft í góðum félagsskap með Kúbu og Norður Kóreu. Ekkert virkar og enn styrkist ekki gengi krónu.
  • Ekkert mun fara í gang á Íslandi nema með tilstilli góðvildar erlendrar ríkja sem gætu hugsað sér að lána íslendingum því annars fer ríkissjóður, sveitarfélög, landsvirkjun, orkuveita reykjavíkur og í framhaldinu einkafyrirtæki öll á hausinn þar sem endurfjármögnunarþörf íslendinga í erlendri mynt er margföld þeim fjárhæðum sem gjaldeyrisafgangur af vöruskiptajöfnuði skilar okkur. Ef um er að ræða w-laga heimskreppu sem mun taka aðra dýfu þá gæti jafnvel þessi afgangur af vöruskiptajöfnuði fallið niður og þá þarf að hefja skömmtun á Íslandi. 

Jón Gunnar Bjarkan, 14.8.2009 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband